Heiðarleiki......eða ekki

Já það er orðið langt síðan síðast hérna.....skal alveg viðurkenna það.  Er búin að vera í sumarfríi núna í rúmar 2 vikur og hefur bara verið frábært.  Ekkert smá flott veður allan tíman og eiginlega smá léttir að fá smá rigningu núna.  Flökkuðum um vestfirði um daginn með mömmu og pabba, fórum svo í útilegu í Skorradalinn og þaðan í fermingu til Akureyrar þar sem hún Rakel yndisleg fermdist með pomp og prakt.  Alltaf gaman að kíkja á munkanna á AkureyriCool Þannig að núna er bara slökun í borginni (ef það er hægt að slaka á þar...)  Jú hvaða vitleysa....það er ekkert mál.  Ligg heima og blogga....bý mér til nýtt blogg fyrir LR Henning dótið mitt....og leik mér í playmo þess á milli.  Gerist nú varla betra. 

En já langar að segja frá atviki sem ég lenti í í gærkvöldi í Smáralindinni.....er smá svekkt út í okkur hérna.....

Þannig var að ég var ekki að gera flóknari hlut en það að leggja inn gsm inneign í hraðbanka í Smáralindinni.  Er að tala við Fanneyju, svara smsi og líka leggja inn (kennir manni kannski að gera ekki of margt í einu) Nema hvað, ég tek kvittun út sem sýnir mér inneign og ég labba frá hraðbankanum.....þegar ég er komin aðeins í burtu frá honum, fatta ég allt í einu að kortið varð eftir.....úbs...ekki gott.  Ég sendi Fanneyju hlaupandi að bankanum en nei...ekkert kort.  Ég hringi beint í Visa Ísland og læt þá loka kortinu en þá sagði hún mér að það gæti nú hugsast að hraðbankinn hefði tekið það inn aftur.  Það er víst gert til að forðast stuld á kortum sem gleymast, mjög sniðugt.  Í morgun hringi ég svo í viðkomandi banka....en nei nei...ekkert kort er í hraðbankanum.  Þannig að, á þessum kannski 30 sek sem liðu frá því að ég labbaði frá þessu þar til Fanney kom aftur, var búið að taka kortið.  Hugsa mig um, hvar er heiðarleikinn....viðkomandi hefur pottþétt verið þarna við hliðina þegar við vorum að leita......

Eins heyrði ég sögu um mann sem keyrði í burtu frá bensínstöð hérna á höfuðborgarsv. með gsm símann á toppnum á bílnum og hringir svo strax í símann sinn þegar hann fattar þetta......en nei..þá er bara skellt á.  Aftur og aftur.....þessi maður fékk aldrei símann sinn til baka...

Er ennþá þessi hugsun hérna....."Sá á hlut sem finnur"  Þetta var eitthvað sem maður notaði þegar maður var krakki og var eigingjarn á eitthvað....

 Man nefnilega eftir því að þegar ég bjó í Danmörku, á sínum tíma, þá var það svona óskrifuð regla að ef þú fannst eitthvað, síma, veski eða eitthvað annað verðmætt á götum eða annarsstaðar, þá setti maður það í næsta póstkassa og pósturinn sá alltaf um að koma hlutunum til skila ef hægt var að fá uppl um eiganda....tökum nú dani til fyrirmyndar!!

Jæja hætt þessu væli hérna og farin í playmó:)


Stjörnuspá!

Þú ert nógu góður til að gefa allt af þér, jafnvel þótt þú sjáir ekki í hvað orkan fer. Þessi kostur mun gera það að verkum að á næstu vikum færðu nýja vinnu, kauphækkun eða bónorð.

Já svona hljómar stjörnuspá morgundagsins, 13. júní.  Vona að þetta sé að segja mér eitthvað um gang morgundagsins............:):)


Hvað er að gerast með landann?

Langar að miðla smá reynslusögu til ykkar.

Þannig er að ég vinn jú sem sölumaður og fer á marga staði, hitti margt fólk og það allskyns fólk.  Sé margt bæði jákvætt og neikvætt.  Eitt dæmi kom upp í dag þegar ég var að vinna og fór í eina ónefnda verslun á höfuðborgarsvæðinu.  Það var búið að opna og það er nú þannig að oft er það eldra fólk sem fer að versla fyrst eftir opnun.  Þarna var eldri maður á röltinu í versluninni og var hann nokkrum sinnum búinn að labba framhjá mér og brosti alltaf góðlega til mín.  Svo heyri ég að hann reynir að tala við eina unga starfsstúlku þarna sem var að raða í hillur.  Hún svarar nú ekki alveg strax en svo þegar hann pikkar svona laust í öxlina á henni, sennilega haldið að hún heyrði ekki í honum, þá snýr hún sér"truntulega" við og hálfpartinn öskrar á hann: " I don´t speak icelandic!!!!!" Maðurinn hrökklast aftur á bak og brá greinilega mikið.  Labbar hratt frá henni í áttina þar sem ég stóð og fylgdist með þessu, þá kemur að honum maður sem hrúgar yfir hann skömmum á einhverju tungumáli sem enginn skildi....ég ákvað nú að ganga inní þetta og bjóða fram aðstoð mína við gamla manninn.  Hann var klökkur þegar ég ávarpaði hann og bauð hjálp mína.  Sagðist ekki skilja afhverju hann væri að reyna að lifa sjálfbjarga lífi og reyna að versla í matinn......það gæti enginn talað íslensku á Íslandi lengur.  Ég leiddi manninn að þeirri vöru sem hann leitaði að og hann var greinilega mikið þakklátur.  Ég labbaði síðan að þessari konu, pikkaði í öxlina á henni (eins og sá gamli hafði gert) og sagði (á ensku) hvað ertu að hugsa á meðan þú öskrar hér á gamalt fólk sem leitar eftir aðstoð.....ertu ekki að vinna hérna til þess að aðstoða??  Hún skildi þetta nú og tautaði eitthvað ofan í sig á þessu sama óskiljanlega tungumáli.  Það vill svo til að ég þekki verslunarstjóra þessar verslunar ágætlega og ég ákvað að tala um þetta við hann.  Sérstaklega þar sem þetta var nú ekki í fyrsta skipti sem ég sá svona.......Hann brást jú ekki vel við þessum fréttum og gekk rakleiðis til stúlkunnar og sá að þau áttu einhver orðaskipti þarna.  Skipti mér ekki af því eftir þetta......

Það sem að ég hugsaði eftir þetta, var......hvers eiga afar okkar og ömmur og jú foreldrar okkar kynslóðar að gjalda!!!!  Ég er ekki fordómafull manneskja....en stundum er mér ofboðið hvernig hægt er að koma fram við það fólk sem hefur komið þessu landi upp eins og það er......þeir sem hafa þurft að strita og púla allt sitt líf til að búa undir rassgatið á okkur!! Finnst við aðeins þurfa að bera virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig.  Eins með litlu krílin okkar.....þau eiga eftir að erfa landið okkar og eins gott að við förum aðeins að hugsa um hvernig við ætlum að arfleiða þau........

Já er í ham hérna.....varð mjög reið og sár í dag þegar ég sá þetta. 

Búin að ná mér samt vel niður,,,,búin að flétta tæplega hundrað fléttur í dag...Vinkonur Fanneyjar öfunduðu hana af fótboltafléttunum hennar....þannig að ég bauð mig fram til að prufa:) Puttarnir orðinir ansi þreyttir.  Hehehe....

En jæja best að fara að pakka fyrir Fanneyju, hún er jú að fara til Vestmanneyja á miðvikudaginn.

hilsner......Magga


nýjar myndir

komnar myndir líka......bara dugnaður sko!!!!

Vonbrigði!

Alltaf heldur maður að landslið Íslands í fótbolta "hljóti nú að fara að vinna", en nei......aldeilis ekki.  Hvað er í gangi?!!!!  Hef sjaldan orðið eins ánægð með að sleppa leik eins og á móti Lictenstein um helgina.  Halló, hvað búa margir þar.........30,000 ekki satt?  Svo er alltaf verið að tala um að ástæða þess að við getum ekki meira í fótbolta, sé út af smæðar okkar....ekki sammála þessu.  Afhverju getum við þá eitthvað meira í handbolta???? Erum við þá stærri þjóð?  Er bara reið og svekkt yfir þessum 2 landsleikjum.  Lít á að við höfum verið heppin að tapa ekki á laugardaginn, og ennþá heppnari í dag að tapa þó bara 6-0.  Enda ætlum við mæðgurnar að kíkja bara í Laugardalshöllina á 17. júní.  Það virðist vera okkar happa handboltadagur.  Fyrir þá sem ekki muna, unnum við jú Svía í undankeppninni í fyrra, á 17. júní.  Þannig að við förum fullar bjartsyni á leikinn.

Aðal ástæðan fyrir litlum skrifum undanfarið er nú kannski sú að hér gerist fátt annað en vinna, skólar, íþróttir og þetta venjulega heimilislíf.  Það er nú kominn smá vorfiðringur í mann, þó svo að veðrið hafi verið vægast sagt ömurlegt síðustu vikur (allavega síðustu daga).  Mér þykir það ekkert endilega boðlegt að sitja í bílnum mínum í júní og þora varla að opna hurð sökum óveðurs.  Hífandi rok og rigning er aðal einkenni veðursins á suðvestur horninu, þessa dagana.  Keyrði yfir Hellisheiðina í dag, á leið til Selfoss og Hveragerðis.  Hundleiðinlegt veður uppi á heiðinni, ökuferðin gekk líka mjög hægt.  Svo var eins og maður kæmi í aðra veröld þegar Kambarnir voru þræddir niður.........Bara bjart veður og smá gola............Hellú...!!!  En þetta veljum við okkur að búa við hérna fyrir sunnan.  Svo fær maður reglulega sms, annaðhvort að norðan, austan eða frá hinum norðurlöndunum, um þessa líka bongóblíðu. 

En jæja nóg af þessari neikvæðni.

Fórum til Akureyrar um hvítasunnuhelgina, í fermingu hjá henni Brynju.  Svo óheppilega vildi til að hann Patrekur nældi sér í hlaupabólu á fimmtudeginum þannig að hann var bara settur í víð föt og út í bíl um kvöldið og brunað af stað.  Ég þurfti að vinna aðeins fyrir norðan á föstudeginum en svo var bara kosy og gaman.  Það endaði nú þannig að við Patrekur sátum í bústaðnum og grilluðum okkur pylsur og sykurpúða á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir fóru í ferminguna.  Vildum nú ekki taka áhættuna á því að hún Katla yndið fengi "Bóluhjálmarseinkennin" sem guttinn var með.  Fermingin var að sjálfsögðu frábær eins og maður bjóst við og Brynja stórglæsileg.  Svo verður jú auðvitað önnur ferming í júlí þegar Rakel fermist......þá er allavega engin hætta á hlaupabólu hérnamegin....vonandi að við komumst alla leið í veisluna hennar.

Off to pizza eating.....:)


Sumarhátíð Hjalla

Jæja þá er hin árlega sumar/vorhátið á Hjalla lokið.  Eins og venjulega var frábærlega tekið á móti börnum og fjölskyldum þeirra.  Alltaf jafn gaman að koma í veislur á Hjalla get ég sagt ykkur.  Það voru að sjálfsögðu grillaðar pylsur með öllu meðlæti sem þú gast hugsað þér.  Hver kjarni var svo með söngatriði og það er bara yndislegt að sjá þessi kríli...alveg niður í 1 árs....standa uppi á sviði og syngja!!! OMG hvað þau voru krúttleg.  Gulikjarni (hans Patreks) söng jú vinalagið....."ég er sko vinur þinn" o.s.frv.  Stóðu sig frábærlega.  Svo komu þarna einhver skemmtiatriði......trúðar að syngja og svona....og svo endaði nýstofnað Hjallabandið þessa frábæru skemmtun.  hehe en Hjalli býr að foreldrum með einstaka tónlistarhæfileika!.  Þarna komu meðal annars saman meðlimir úr Jagúar, Í svörtum fötum og margir fleiri......skulum bara láta myndirnar tala sem eru komnar hérna inn.

 kveðja úr sólinni.....Holtamaurar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband