Símanum skilað!!!

Já þá er maður lifnaður við á þessu blessaða bloggi:)  Sit hérna heima með bakið í hönk.....maður getur víst aldrei stoppað og slakað á og það bitnar á viðkvæmum stöðum ekki satt......

Skrapp til Lindu og Einars á laugardagskvöldið í mat....mmmmmmmmmm þvílík veisla.  Steiktum okkur grísalundir á steini með fullt af meðlæti.  Svona steinn kominn á óskalistann minn allavega:) 

Heyrðu já.....skrapp svo á ball uppi í Árbæ eftir matinn, Fylkisball (veit ég er ekki í Fylki en þetta var með vinnufélugum) Lenti svo í því óskemmtilega atviki að tapa símanum mínum á dansgólfinu! Vá hvað ég varð miður mín, nýlegur sími og með jú öllum upplýsingum í sem ég átti hvergi annarsstaðar.  Hringdum og hringdum í hann.......nánast skriðum undir sviðinu til að leita......haldiði að ég hafi svo ekki bara fundið hann hja dyravörðunum!!! Ég ætlaði ekki að trúa því að einhver hafi skilað símanum.......En ef sá hinn sami er að lesa þetta...þá takk takk takk.  Maður hefur heyrt sögurnar af því að fólk gleymi síma á afgreiðsluborði og nánast áður en það snýr sér við sé hann farinn.  Þannig að ég er sátt við FylkismennGrin

Endalausar framkvæmdir hérna hjá okkur á holtinu.  Fór í gær og keypti mér efni í nýtt tölvuborð.....skrúfuðum það svo saman í gær og allt á fullu. Held nefnilega að ég sé farin að vera svo viðkvæm fyrir drasli og rusli út um allt......aumingja fjölskyldumeðlimir mínir fá örugglega í magann þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn og byrja að þusa hérnaWink en er að vonast til þess að það kenni fólki að ganga frá eftir sig frekar en að hlusta á þusið.  Kannski er þetta aldurinn........hmmmmmm. 

Já uppskeruhátíðir íþróttafélaganna voru um allt um helgina....Fh-ingarnir mínir rétt misstu af titlinumFrown en skulum horfa á það sem jákvæðan hlut....tökum bara bikarinn með stæl í staðinn.  Annars er þetta erfið staða.....ég FH-ingurinn og krakkarnir æfa með Haukum.....maður spyr sig hvað gera skal.......

Ég í hönknum kveð í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband