11.11.2007 | 23:01
bara blogg á hverjum degi
Ætlaði nú bara að láta vita af nýjum myndum af liðinu hérna:)
kv Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 22:37
Já Erna mín.........
Mágsa að setja út á.............hihihi.....en ég hélt að það væri nóg að blogga bara einu sinni í mánuði.
Allt að verða vitlaust hérna á höfuðborgarsvæðinu, dótabúðir opna hver af annarri, þvílíku verslanirnar út um allt bara......verður sennilega ekki erfitt að versla jólagjafirnar í ár. Sit einmitt með bækling frá hinni stórkostlegu Toys"R"us......eins og biblía í augum barnanna. Held að það verði nokkrir harðir pakkar undir jólatrjám heimilanna þessi jólin. Fór með Patrek þarna um daginn, hann var nú mjög mjög stilltur. Sagði mér og syndi fullt af hlutum sem hann vildi bara sko fá í jólagjöf mamma eins og hann sagði. Svo fylgdi stundum: "mamma getum við ekki sagt ömmu, afa og Helgu og líka öllum hinum að það se komin ný dótabúð?" Bara gaman.
Krakkarnir eru farnir til Arnars og verða þar um helgina og hvað gerir Magga þá????? Vinna og vinna, smá afmæli annaðkvöld ;) verður gaman. Alltaf gaman þegar við í vinnunni förum saman eitthvað. Var já sem sagt að taka á móti einu stk 40 feta gám í gær og hann var bara losaður í dag takk fyrir. Engin vettlingatök hérna. Reiknaði það í fljótheitum að sennilega lyftum við Erna ca. 7500 kg af brettum í dag......................enda er slappleiki frá fingrum niður í tær.
Farin í bað með bjór og kertaljós;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 09:43
Símanum skilað!!!
Já þá er maður lifnaður við á þessu blessaða bloggi:) Sit hérna heima með bakið í hönk.....maður getur víst aldrei stoppað og slakað á og það bitnar á viðkvæmum stöðum ekki satt......
Skrapp til Lindu og Einars á laugardagskvöldið í mat....mmmmmmmmmm þvílík veisla. Steiktum okkur grísalundir á steini með fullt af meðlæti. Svona steinn kominn á óskalistann minn allavega:)
Heyrðu já.....skrapp svo á ball uppi í Árbæ eftir matinn, Fylkisball (veit ég er ekki í Fylki en þetta var með vinnufélugum) Lenti svo í því óskemmtilega atviki að tapa símanum mínum á dansgólfinu! Vá hvað ég varð miður mín, nýlegur sími og með jú öllum upplýsingum í sem ég átti hvergi annarsstaðar. Hringdum og hringdum í hann.......nánast skriðum undir sviðinu til að leita......haldiði að ég hafi svo ekki bara fundið hann hja dyravörðunum!!! Ég ætlaði ekki að trúa því að einhver hafi skilað símanum.......En ef sá hinn sami er að lesa þetta...þá takk takk takk. Maður hefur heyrt sögurnar af því að fólk gleymi síma á afgreiðsluborði og nánast áður en það snýr sér við sé hann farinn. Þannig að ég er sátt við Fylkismenn
Endalausar framkvæmdir hérna hjá okkur á holtinu. Fór í gær og keypti mér efni í nýtt tölvuborð.....skrúfuðum það svo saman í gær og allt á fullu. Held nefnilega að ég sé farin að vera svo viðkvæm fyrir drasli og rusli út um allt......aumingja fjölskyldumeðlimir mínir fá örugglega í magann þegar ég kem heim úr vinnunni á daginn og byrja að þusa hérna en er að vonast til þess að það kenni fólki að ganga frá eftir sig frekar en að hlusta á þusið. Kannski er þetta aldurinn........hmmmmmm.
Já uppskeruhátíðir íþróttafélaganna voru um allt um helgina....Fh-ingarnir mínir rétt misstu af titlinum en skulum horfa á það sem jákvæðan hlut....tökum bara bikarinn með stæl í staðinn. Annars er þetta erfið staða.....ég FH-ingurinn og krakkarnir æfa með Haukum.....maður spyr sig hvað gera skal.......
Ég í hönknum kveð í bili.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 19:46
Bloggari dauðans!!!!!!!!!!!!
Já eruð þið ekki sammála mér í því? Ekkert smá dugleg að blogga hérna.....
En jæja,,,alltaf það sama bara hérna hjá okkur maurafjölskyldunni. Erum bara komin á fullt í vetrarprogrammið, vinna, skóli, leikskóli, fótbolti......Rignir endalaust hérna á suðvesturhorninu þessar vikurnar og þá er ekkert rosalega gaman að vera að vinna við akstur úti í þessum flaumi. En þá eru það bara bomsurnar og appelsínuguli pollagallinn
Það var æðislega gaman úti í Frankfurt eða réttara sagt Karlstadt (vorum þar í innkaupunum). Stórkostlega fallegur bær og hlakka strax til að fara þangað aftur. Þjóðverjarnir mjög afslappaðir og elskulegir þarna, dekruðu við rassgatið á okkur allan tímann.
Ég tók þá ákvörðun að láta loksins verða af sófasmíðinni minni sem hefur staðið til í nokkra mánuði.....Helga sys og Fanney hjálpuðu mér auðvitað og þessvegna varð árangurinn líka þetta flottur
Bara nokkuð ánægð með hann:)
Jæja off to my sofa and dvd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 19:25
Hinn góði dagur 15. ágúst
Já þetta er stór dagur í okkar fjölskyldu. Fanney Lind náði þeim stóra áfanga að verða 12 ára í dag. Til hamingju elsku prinsessurassgatið mitt. Pabbi er sextugur í dag. Til hamingju elsku pabbi. Margir ættingjar okkar og vinir eiga afmæli í dag....og síðustu daga líka.
Við eyddum helginni í sumarbústað með stórfjölskyldunni uppi í Borgarfirði. Mamma og pabbi ákváðu að bjóða öllum börnum og barnabörnum með um helgina í tilefni afmælis pabba. Það var æðislegt að koma saman. Við Fanney og Patrekur fórum strax eftir vinnu á föstudaginn þar sem við gátum ekki beðið:) Mikil gleði var hjá okkur öllum, krakkarnir lágu í heita pottinum í sólinni....fóru í körfubolta með okkur Helgu....(nota bene við Helga rústuðum þessu náttúrulega.....) spiluðum minigolf....fórum í snoker...borðuðum, drukkum bjór (fullorðna fólkið þá) og við Helga áttum allan heiðurinn af pottanotkun með bjórívavi þessa helgina. Sátum einar í pottinum þegar allir hinir voru farnir að sofa og höfðum það cosy:) Við kunnum það nefnilega. Það var flott grill á laugardaginn og pabbi fékk kíki frá okkur systkinunum. Eiður kíkti í heimsókn á laugardaginn og það þótti nú honum Patrek ekki leiðinlegt.......að fá bestasta besta vin sinn í heimsókn.
Ég kíkti svo aftur í gærkvöldi þar sem Guðbjörn, Ragnar og konur voru væntanleg í grill í bústaðinn. Það var að sjálfsögðu eftir þeim sú innkoma sem var þar......Læddust að svæðinu og laumuðust að jeppanum hans pabba og skiptu um númeraplötur....komu svo með þennan líka flotta pakka til pabba......leit í fyrstu út eins og heyrúlla.....allavega var þarna rúlluplast böggull sem bræðurnir skelltu upp á pallinn. En þegar pabbi hafði nú eytt smá tíma í að rúlla plastinu utan af bögglinum...kom annað í ljós! Haldiði að það hafi ekki verið 310 WC rúllur!!! Þeir sem þekkja húmor pabba og bræðranna skilja þetta. hahahahaha....svo læddust þeir og sóttu jeppann hans pabba og renndu honum upp að húsinu....með númeraplötunni: D343. Sem sagt gamla góða númerinu hans pabba. Mikil gleði og hlátur fylgdi svo í kjölfarið á þessu öllu, grill, bjór, rauðvín, koníak og fleira. Eiður kom aftur og kíkti á hina hliðina á familiunni......hann er allavega ekki hlaupinn ennþá...þannig að þau eru greinilega ekki svo slæm.
Nú sit ég og pakka niður. Er að fara til Frankfurt kl 7 í fyrramálið. Er að fara í innkaupaferð á vegum vinnunnar. Hlakka bara mjög mikið til. Gaman að fá að bera ábyrgð og taka þátt í að stjórna þessu öllu. Kem svo heim á laugardaginn þannig að ég ætti nú að ná smá hluta af menningarnóttinni.
Ætla nú að skella mér fram og hafa stjórn á vinkonupartyinu sem er í tilefni 12 ára afmælisins. Pizzur, snakk og tónlist!!!
Þar til síðar.......hej hej
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 10:12
verðlagning á Íslandi.......
Já nú er ég eiginlega svolítið reið, eða pirruð réttara sagt. Þannig er mál með vexti að ég hef verið að skoða fartölvur núna síðustu daga, mín skemmdist og hef kíkt aðeins eftir nýrri. Vinur minn sem býr í Danmörku skýtur að mér hvort hann eigi ekki bara að kaupa fyrir mig tölvu og koma með til mín í ágúst......ég fer að skoða verðmun á þessu og ath hvort þetta myndi borga sig fyrir mig. Fer inn á nokkrar síður úti og eins hér heima til að bera saman tegundir og verð. Nú ætla ég að koma með dæmi:
Toshiba Satillite A100-886
- Kostar á ísl....119.900
- Kostar í DK....71.500
Acer Aspire 5104WLMI
- Kostar á ísl....99.900
- Kostar í DK....66.000 (en er samt stærri og flottari)
Vill einhver vera svo góður að segja mér......afhverju í andsk....þetta þarf að vera svona!!
Var nú bara nánast farin að pakka niður hérna áðan og tekið fyrsta flug til DK......
Smá viðbót.....við erum bara að tala um tölvur hérna í þessu tilfelli.....hvað ætli það sé mikill verðmunur á öllum öðru........????? Ég bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)