Langt síðan síðast

Jæja kominn smá tími á blogg held ég.

Mikið um að vera síðustu viku.  Við Helga sys sátum hérna til kl 4 aðfaranótt laugardags við að búa til scrap blöð fyrir afmælið hennar ömmu.  Það var æðislega gaman.  Við hlógum og fífluðumst hérna við að rifja upp minningar eftir myndum.  Það er svo æðislegt að geta skoðað myndir saman....ættuð að prufaCool.  Svo þegar við vöknuðum á laugardaginn fórum við að skipuleggja daginn miðað við það að vera komin til Sirrýjar um hálf 2.  Þá kom smá stress í liðið....áttum eftir að gera svo ansi margt.  Rokið var í Fjarðarkaup.....svo við systur í Smáralindina þar sem að við urðum nú að finna okkur eitthvað til að vera í.....heim aftur að klára bakstur svo bara hobb hobb allir af stað.  Ekki má gleyma að ég gaf mér nú samt smá tíma til að kjósa vegna álversstækkunarinnar.

Afmælið hennar ömmu var yndislegt.  Alltaf gaman að fara í veislur þar sem að koma saman ættingjar og vinir sem maður hittir annars ekki í mörg mörg ár.  Td einn frændi minn sem ég hef ekki séð í 14 ár......það er allt of langt.  Amma ánægð með daginn og fór strax eftir helgina og gekk frá því að kaupa sér æðislegt rúm í svefn og heilsu sem börnin hennar og allir afkomendur gáfu henni.  Til hamingju amma.

Talandi um kosningar, mikil spenna var í Firðinum fram að helginni.  Maður fann það vel.  Fólk skiptist á skoðunum allsstaðar.  Fór meira að segja til læknis fyrir helgnia (sem ég þekki reyndar vel) og hann talaði helling um þetta.  Á vörum allra.  Kosningin fór jú þannig að tillagan um stækkun var felld af íbúum bæjarins.  Allskyns ásakanir hafa komið upp um að fólk hafi verið að skrá lögheimili sitt í Firðinum til að geta kosið.  Mér finnst það nú ótrúlegt, finnst ykkur það ekki?  Ekki myndi ég gera það bara til að hafa einhvern kosningarétt.  En vonandi jafna allir hafnfirðingar sig fljótt á þessu og við getum farið að lifa eðlilegu lífi hérna. 

Litla frænka á Akureyri var skírð á sunnudaginn 1.apríl. (ekki plat)  Hún heitir Katla og er Eyþórsdóttir.  Yndisleg frænka og til hamingju með nafnið. 

Jæja best að fara að koma sér í vinnuna.....síðasta daginn fyrir páska


Lítil frænka fædd:)

Jæja það kom prinsessa í heiminn á Akureyri í gærkvöldi.  Nú eru þær orðnar 4 í fjölskyldunni þarWink.  Til hamingju kæra fjölskylda, við erum ákaflega stolt frændsystkin hérna suðurfrá.  Stór og stæðileg stelpa og auðvitað gullfalleg.

Annars er allt við það sama hjá okkur. Komin enn einn föstudagurinn.  Finnst bara alltaf vera föstudagur.  Greinilega svona gaman og mikið að gera í vinnunni.  Er það ekki þá sem tíminn líður svo hratt?  Ætla að reyna að vera félagslynd móðir um helgina, svona til tilbreytingar.  Maður er alltaf eitthvað svo busy við að hugsa um hluti en framkvæma svo ekki.  Þannig að nú verður BARA gaman hjá okkur.  Fara og kíkja á tjörnina, góðan göngutúr með myndavélina, baka pizzu, allt sem er gaman.  Talandi um að baka pizzu, Fanney fór í veðmál við mig í gærkvöldi þegar við fréttum að barnið væri á leiðinni fyrir norðan.  Sá sem myndi tapa átti að sjá um pizzubakstur í kvöld......veðmálið var auðvitað hvort barnið yrði strákur eða stelpa.  Fanney sagði strákur og þessvegna er pizzubaksturinn hennar í kvöldLoL.  Væri nú líka gaman að skreppa í bíó bara eða eitthvað.  Orðið langt síðan ég fór með krakkana.  S.s þeirra helgi í vændum. 

Í næstu viku er ég að fá dana til mín í vinnuna, sem er sölumaður fyrirtækisins sem við verslum af.  Það verður gaman.  Vonandi eitthvað nýtt að koma og spennandi að sjá hvað verður í haust og svona.  Annars er maður að tapa sér núna í sýnishornum hinna ýmsu merkja.  Sölusýningu, sem fór frábærlega fram, er lokið og verið er að leggja lokahöndina á þetta, pakka niður sýnishornum og fl.  Að sjálfsögðu fáum við að fletta í gegnum það og panta ef við höfum áhuga á.  Margt mjög svo flott.  Er td að bíða eftir einhverjum sem vilja panta með mér geggjaða leðurjakka.....mmmmmmmmmmmm annars verð ég bara í 66*N appelsínugulum pollajakka allan næsta vetur.  Það var s.s áskorunin í vinnunni.

Jæja best að byrja quality weekend með börnunum......stolt frænka.


Er nú smá hissa

Ætla nú ekkert að vera að leggja mína skoðun fram um að leyfa vændi á Íslandi, en finnst ykkur þetta ekki svolítil tvímæli hérna?   Fyrir ekki mörgum vikum síðan varð allt vitlaust hér á landi þar sem ákveðinn hópur vildi koma hingað til lands en þar sem atvinna þeirra virtist vera tengd klámiðnað þá var þeim bannað hreinlega að koma hingað.  Stuttu seinna greiða allir þingmenn landsins atkvæði með því að leyfa vændi á Íslandi.  Held að þeir séu nú bara að reyna að komast sem allra fyrst í sumarfrí þessir þingmenn.

En önnur frétt þessa dagana sem gleður nú mitt Dalahjarta.  Nýr vegur sem á að rísa yfir Tröllatunguheiði beinir nánast allri umferð til og frá Vestfjörðum í gegnum Dalina.  Þetta hlýtur að teljast vera gleðitíðindi. 

Jæja er bara í smá mat hérna....best að fara að vinna...vildi bara koma skoðunum mínum frá mér...

kv. Magga


Frábært veður

MMMM gaman að vakna í svona veðri eins og í dag.  Skal fyrirgefa veðurguðunum fyrir að ég geti ekki verið berfætt í sandölum í dag.  Sól, nánast logn, hvítt yfir öllu eða sem sagt ekta vetrarblíða.  Enda sit ég núna og bíð eftir því að morgun-krems-meðferðin þorni í facinu svo að ég komist út.  Myndavélin klár og búið að hlaða inn á mp3-inn og ekkert annað í sjónmáli en langur og góður göngutúr.  Fanney gisti hjá vinkonu sinni henni Önnu Láru í nótt.  Heyrði aðeins í henni áðan og það var bara stuð hjá þeim.  Hafa sjálfsagt getað talað um fótbolta og svo kannski líka fótbolta. hehehe. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir svona 3 árum síðan að hún Fanney ætti eftir að verða svona rosalega hooked á boltanum, frekar sá ég hana fyrir mér í frjálsum eða eitthvað þannig.  En henni gengur rosalega vel.  Er að spá í að leyfa Patreki að byrja í sumar eða haust.  Hann er jú mikill fótboltastrákur.  Verst er að hann vill nú bara byrja hjá Barcelona.......en er nú held ég að skilja að það sé smá langt að fara á æfingar.....hehehe nei nei það verða þá örugglega bara Haukarnir eins og hjá Fanneyju.  Stutt að fara á æfingar og bara ágætt starfið þar núna held ég.  Samt hef ég nú smá grun um að fótboltinn hjá Haukunum sitji aðeins á hakanum þar sem að körfuboltinn og handboltinn taka stóran skerf af fjármunum félagsins.  Annars veit ég ekkert um þetta sko.  Allavega er skvísan ánægð þarna, með frábærann þjálfara og frábærta foreldrastjórnWink (hehe ég er í henni sko).  

Nú grípur maður allar fréttir um álversstækkanir og les og les.  Síðast í morgun komu smá hugleiðingar frá honum Davíð Þór snilling með meiru.  Eftir þann lestur er ég alveg komin á það að ég vilji ekki sjá stækkun álvers hérna í Firðinum.  Góður punkur sem hann kemur með: "Hafnarfjörður þarf ekki Alcan, heldur þarf Alcan Hafnarfjörð".  Nokkuð gott hjá honum.  En þetta hugsar maður örugglega næstu 2 vikurnar, og bara gaman að því.

FRÁBÆR STS skólinn í gær. Hann Hrafn Ágústsson president´s team er þvílíkur snillingur að hlusta á.  Ef einhver getur sannfært mann um að maður geti fært fjöll, þá er það hann.  Skemmtilegur maður á ferðinni.  Heilsuhóparnir eru að kollríða öllu hérna á landinu.  Sem dæmi voru skráðir 9 heilsuhópar í september í landskeppninni okkar en núna í byrjun mars voru skráðir yfir 80 hópar.  Enda eru þeir snilldin ein. 

Jæja ætla að skutlast í skokkgallann og fara út í þessa bongóblíðu hérna, spurning um að koma við uppi og biðja mína kæru nággranna um að hætta að vera í erobic um alla íbúðDevil.

þar til síðar,,,,,Magga


Berfætt í sandölum

Það er draumur minn, að geta verið berfætt í sandölum þegar það fer að vora.  Þegar ég bjó í Danmörku var það bara þannig að maður fór úr sokkunum í byrjun apríl og fór ekkert í þá aftur fyrr en í september.  Jú jú gæti það svo sem alveg, en ætti þá sennilega á hættu á að veikjast þar sem að maður veit aldrei þegar maður fer í vinnu að morgni, hvernig veður er yfir daginn.  Td á miðvikudaginn síðasta keyrði ég úr Hafnarfirði í snjókomu og inn í rigningu í Reykjavík.  Þegar ég var búin að vera á keyrslu í smá tíma kom sólGrin jibbý hvað ég varð glöð að sjá hana þegar ég var að keyra frá Holtagörðunum.  Ákvað að skutlast upp á höfða og sækja sólgleraugun svo að ég myndi nú ekki valda skaða á götunum hérna.  Viti menn, þegar mín kom upp Ártúnsbrekkuna var líka þessi ausandi rigning.  Ákvað nú samt að sækja gleraugun fyrst ég var komin langleiðina.  Þurfti svo að hendast í Hafnarfjörðinn með dót og hvað haldiði?  Kemur ekki þessi líka snjókoma, það mikil að það var bara snjór á vegi sko......aftur í Rvk og þá rigning!!! Hvað er málið?  Hugsaði eftir þetta furuveður hérna, vissara að hafa allar týpur af skóm, jökkum og öllu í bílnum......you never know.En svona er jú Íslandið okkar og við elskum það ekki satt?  Fanney minnist oft sumarblíðunnar í Þingeyjasýslunni.  Það var yndislegt sumar.  20 stig + dag eftir dag og sól. MMMMmmmmmm.  Maður kíkir nú kannski þangað í sumar.  Annars verður sumarfrí eitthvað lítið þetta sumarið.  Á ekki nema 14 daga á launum og vinnan skipar ákveðna 4 daga.  Þannig að ég hef í raun ekki nema 2 vikur í frí.  Þær verða þá líka bara nýttar MJÖG vel.  Fanney verður nú sennilega mikið á ferðinni í sumar að keppa, en það er bara skemmtilegt.  Stefnum örugglega á pæjumótið á Sigló í ágúst.  Verst að þá ætluðum við að vera í heimsókn hjá mömmu og pabba.  En við finnum út úr því.  Verslunarmannahelgin verður æðisleg.  Heildsalan lokar fimmtudag, föstudag og þriðjudag í kringum verlunarmannahelgina.  Þá verður farið í heavy útilegu á góðum og rólegum stað. 

Jæja best að henda sér í háttinn.......eigið góða helgi:)


Já spurning um dugnað eða klikkun

Held nú að það sé frekar klikkun að fara út að skokka kl 6 á morgnanna heldur en dugnaður...hehehe.  Ja sko nú fer að verða spennandi að vakna á morgnanna.......vonandi að styttast í litla frænda/frænku á Akureyri.  En gaman að sjá að þú skulir vera komin í Fjörðinn JúlíaGrin  Það er sko gott að vera hérna.  Allavega vil ég helst hvergi annarsstaðar vera. 

Er að fara á STS á laugardaginn (skóli fyrir Herbalife fólk) á Grand hótel Reykjavík.  Hlakka mikið til, þar sem að mjög langt er síðan ég fór síðast.  Mikið nýtt að gerast hjá okkur og spennandi hlutir í gangi.  Heilsuhópurinn sem ég er í er alveg magnaður sko....(heitir líka magnaði-hópurinn).  Erum núna að fara af stað inn í nýtt tímabil og ætlum sko aldeilis að taka þetta með stæl.  Þannig að þið vitið að ef þið viljið koma og hlæja, spjalla, fíflast og grennast með hressum kjellum á öllum aldri, þá hafið þið samband.  Þetta er rosalega gaman.  Bara klukkutími á viku, hver hefur ekki gott af því?

Jæja best að fara að pakka niður fyrir börnin, eru víst að fara í Kópavoginn um helgina.

ciao......Magga

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband