4.5.2006 | 01:45
Maður verður bara hræddur.
Já já Helga Björg mín....ég skal skrifa....verð bara hrædd við þig. Hehe nei nei ekkert þannig.
Það er alveg ljóst að okkur systrum er ekki treystandi fyrir Ikea ferð.....alveg á hreinu. Keypum þar hellin í gær...ætluðum aldrei að hætta. Svo urðum við að fara aðeins aftur í dag. Bara aðeins að kíkja sko. Enda hlakka ég mikið til þegar Ikea opnar hér á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar....minnkar bensín útgjöld hjá okkur. Vorum aðeins í dag að skrúa saman mubler úr innkaupaferðinni. Lentum í smá skondnu sko...fórum í Húsasmiðjuna. Okkur vantaði svo mikið sem skiptilykil og bitabox (fyrir borvélina sko) ekki að það sé aðal málið heldur er sko þjónustan orðin svo persónuleg þarna að það hálfa væri nóg. Hehe..Maður nokkur vippaði sér að okkur skvísunum....og bauð aðstoð sína. Jú jú við vorum að leita að þessum bitaboxum og ég hafði nú ákveðnar skoðanir á því hvað ég vildi. Þá vall uppúr garunum......"Já ert þú kona með verkfæradellu". WHAT!!! fannst þetta nú hálf hallærislegt...stóð þarna með einn aumingjalegan skiptilykilinn og horfði á bitana.....ef þetta er ávísun á dellu...þá hlýt ég að vera forfallin dellusjúklingur á mörgum sviðum. Svo máttum við varla stoppa við rekka þarna....þá var hann bara kominn aftur....þessi elska. Það er nú spurning hvenær þjónustan verður yfirþirmandi. En þetta er nú samt sagt með fullri virðingu fyrir Húsasmiðjunni
En jæja þá er nú spurning um að fara að sofa.....vonandi dreymir mig bara hana Helgu Bj sem er að bögga mig hérna....nei nei hún er það mesta yndi sem til er. Takk skvísa fyrir allt!!
Kveðjur úr kassahrúgunni....Magga
Athugasemdir
úff það er eins gott að vera stillt svo að ég hræði þig ekki of mikið.. :/ hehe
Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 09:40
kall hefur virkilega ætlað að þjóna ykkur.
Íris Hjaltested (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.