Sumarbústaður

Jæja þá er kominn sunnudagur og frábær helgi að baki.  Skelltum okkur í bústað í Ölfusborgum yfir helgina.  Buðum Katrínu okkar (teljum okkur alltaf eiga aðeins í henni sko) að koma með okkur.  Það var stanslaust stuð frá föstudegi fram til kl 19 í kvöld.  Höfðum bara kosy kvöld þegar við komum austur.  Fórum bara nokkuð snemma að sofa og sváfum bara vel.  Svo var  farið út í gær og vorum við úti frá kl 11 til kl 16.  Frábært veður og bara æði.  Ási og krakkarnir byggðu þetta líka flotta virki....snjóhús eða bara listaverk.  (sjá myndir) Hituðum kakó og drukkum úti á palli....héldum svo aðeins áfram...stelpurnar urðu að skella sér í pottinn til að bræða klakann af hárinu og tánumWink  Bara gaman.  Svo dóluðum við okkur í bæinn í dag, fórum á Style-inn og svo þegar við komum heim gátum við ekki setið á okkur að fara út að renna.  Svo æðislegt veður.  Löbbuðum hérna upp á holt og renndum okkur heilan helling.  Svo endaði gleðin þegar einhverjir ósvífnir vélsleðamenn komu og tættu allt í brekkunum í sundur og spændu þarna á milli allra barnanna fram og til baka, voru svo að bjóða þeim far og fleira.  Okkur fannst þetta langt frá því að vera sniðugt.  Þannig að við létum okkur bara hverfa.  Allir orðnir líka hálf dasaðir eftir helgina. 

Núna er hún Helga komin með íbúð uppi í Breiðholti.  Flutti þangað bara núna um helgina.  Til hamingju með íbúðina Helga mín.  Eigum nú eftir að sakna þín hérna úr kotinu.  En svona er lífið, það heldur áfram og ég veit að henni á eftir að líða vel þarna.  Flott íbúð á flottum stað líka.  Stutt að kíkja til ömmu (bara rétt yfir götuna).  Öfunda hana heilan helling af útsýninu þarna.....úfffff það er æðislegt.  Annað en hérna hjá okkur, bara rétt yfir Vellina og álverið......nei nei það er ágætt. Sjáum alveg vel út í sveitina.

Jæja best að fara að rífa upp úr töskunum og gera klárt fyrir morgundaginn.

Hilsner, Maggan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

skemmtileg helgi hjá ykkur!
En þvílík ósvífni að vera á snjósleðum þarna!!  Léstu ekkert í þér heyra?

Íris, 15.1.2007 kl. 16:52

2 identicon

Jú við hringdum á lögguna....vona bara að þeir hafi náð þeim...

Magga (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband