Fréttaflutningur

Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég er smá súr út í Rúv núna (svona meira en venjulega).  Hvernig fréttamennska er það að skoða einungis eina hlið máls sem farið er með í fréttum? Er ekki rétt að skoða allar hliðar málsins, tala við aðila beggja vegna borðsins og gefa þar með fólki sem hlustar á, kost á að mynda sér skoðun? Í staðinn fyrir að vera með heilaþvott og rangfærslur í fréttum?

Það sem ég er að tala um núna er þetta mál með fréttaflutning Rúv á lifrabólgutilfellum og Herbalife.  Kannski ekki hlutlaus í þessu máli en finnst þetta ekki eiga rétt á sér.  Hefur td ekki komið fram að Rúv neitaði að tala við forsvarsmenn Herbalife erlendis.....hafa ekki gefið forsvarsmönnum Herbalife kost á að koma fram og svara fyrir þetta.....neiiiiii einhvernveginn hljómar þetta fyrir mér eins og dómur en ekki frétt...  Í lok skýrslu viðkomandi læknis sem er í þessu tilfelli að dæma Herbalife, þakkar hann þeim fyrirtækjum sem styrktu hann í þessari "rannsókn" sem nota bene gaf engar niðurstöður.  Þessi fyrirtæki eru flest öll lyfjafyrirtæki á landinu...ætla ekki að nefna þau neitt hérna.  Svo má líka nefna að þessi læknir var eitt sinn mjög náinn Herbalife......hvað gerðist....?   Fátt um svör þegar stórt er spurt......

Spurning um að fá bara Kompás í málið.......?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Skil þig Magga.  En ég spyr því kom þetta ekki fram fyrr?  Annað, systir mín lenti á spítala með hjartsláttatruflanir eftir inntöku herbalife fyrir nokkrum árum....... fékk jafnframt að vita að hún væri ekki sú fyrsta.  En aðilar sem störfuðu innan herbalife gætu þaggað þetta.
En auðvitað á herbalife að fá að svara fyrir sig!!  En kom ekki fram í fréttum sjónvarps að þetta væri ekkert sannað?

Íris, 16.1.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband