Frábær helgi:)

Þá er helgin að klárast og hefur hún verið mjög skemmtileg.  Var svona að mestu leyti í fríi frá flutningum og pökkun.  En var í staðin að hjálpa til við að setja upp nýja eldhúsinnréttingu hjá henni ömmu.  Það var bara mjög gaman.  Fannst skemmtilegast að fá að vinna með pabba....hef ekki gert það lengi og fann að við eigum bara vel saman í þessuGlottandi.  Takk fyrir skemmtilega helgi pabbi.  Svo voru náttúrulega fleiri þarna....Amma að sjálfsögðu og Sirrý, Gæi og Helga Björg.  Þetta gekk bara vel...eigum við ekki bara að segja þaðÓákveðinn.  Allavega komst hún upp og það var fyrir mestu...þó að við þyrftum að rífa helminginn niður aftur og svona...það var bara til að skaffa verkefni.

En núna er ég bara að bíða eftir börnunum mínum.  Hlakka mikið til að fá þau heim.

Kveðja Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið verðið þá helmingi fljótari næst......kalla kannski á ykkur þegar og ef ég fæ mér nýja
Kv Íris

Íris vinkona (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 21:56

2 identicon

já þetta var bara gaman.. ;) og ekkert smá falleg innrétting líka..

Helga B. Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband