3.2.2007 | 23:30
jæja...þá er HM búið
Jæja þá geta hinar frodómafullu "anti" handboltafríkur tekið gleði sína aftur, HM er búið og við lentum í 8. sæti og þar með alls óvíst að við náum á ólympíuleikana. Sem er kannski bara ágætt.....nóg komið af yfirþrýsting.....allavega hérna hjá mér Annars bara allt gott að frétta hérna. Framkvæmdir vonandi að klárast, og allt að komast á sinn stað. Fanney og Patrekur ekkert smá ánægð í nýju herbergjunum sínum. Og mamman fær sennilega víðáttubrjálæði þegar hennar er tilbúið!!!!! Verður allt öðruvísi að geta verið með tölvuna þar og þá meira pláss frammi og líka kannski meira næði ef maður er að vinna í tölvunni.
Fanney er í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hún fór í morgun og kemur aftur á morgun. Hún er þar með Haukunum á "litlu ólympíuleikunum". Þar fer flokkurinn með þjálfaranum og fara í allskyns leiki og prufa aðrar íþróttir. Svo var pizza og videó í kvöld og koma svo heim á morgun. Mjög sniðugt til að hrista saman hópinn og fá þær til að kynnast á öðrum forsendum en fótboltanum.
Patrekur er hjá pabba sínum og er væntanlega ánægður að hafa alla athyglina núna Hann virðist vera í einhverjum vaxtakipp núna......stækkar bara og stækkar....t.d eru sparibuxurnar hans sem hann fékk í byrjun des (og voru þá vel víðar og síðar) orðnar nánast of stuttar. Enda fór ég á útsölu í Hagkaup í morgun og bætti aðeins úr buxnaúrvalinu í skápnum hjá honum. Var nú lítið eftir þar en fann eitthvað....
Jæja nú fer að styttast í að litlu frændsystkini mín úti á landi fari að koma í heiminn......"Marteinn" á Akureyri og "bumbus" (eins og ég kalla "hana") á Egilsstöðum. Það verður gaman að fara í vinnuna þegar þau koma.....fæ ég loksins að versla ungbarnafötin sem eru þarna......
En nú er ég að hugsa um að fara í háttinn.....áður en ég fer að fá mér eitthvað að éta.....harka dauðans hérna núna.
Kveðjur af "Mount Everest" (eins og Ási segir) Magga og co
Athugasemdir
Hvaða framkvæmdir?
Íris, 4.2.2007 kl. 22:29
já sko hér er allt á hvolfi.....mála og færa til
Magga (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.