12.5.2006 | 21:08
Ekker smá duglegar:)
Jæja þá er að leggja loka höndina á pakkningar og flutninga. Stefnum á að fara með stóru hlutina á sunnudaginn. Ætlum að nota góðmennsku pabba og mömmu og biðja þau um að hjálpa okkur. Þau eru á leiðinni núna í bæinn á Patrolnum góða....og fær hann sennilega að njóta þess að fá að flytja síðustu hlutina okkar. Þannig að ef að þið sjáið hvíta eldingu á ferðinni í Hafnarfirði um helgina....þá vitið þið hver er á ferðinni. Það er nú reyndar allt ilmandi í köku lykt hérna núna en Fanney og Katrín vinkona hennar voru að baka smákökur.....Reyndar ekki fyrir okkur heldur er vorhátíð í skólanum á morgun. En við Helga eigum nú örugglega eftir að næla okkur í eina og eina í kvöld...maður verður nú að fá orku...ekki satt??? En nú er ég komin með samviskubit...búin að sitja og pikka hér í 10 mín á meðan Helga pakkar það er nú ekki gott.
Kveðja....Magga
Athugasemdir
gangi ykkur vel!!!
kv. Íris
Íris Hjaltested (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.