æðisleg helgi að baki

Jæja þá er maður komin aftur í borg óttans og sveitasælan gaf manni nú heldur betur vind í seglin.  (skáldleg)  Það var æðislegt að komast aðeins vestur.  Krakkarnir slökuðu svo á og maður sat bara með þeim í legó og rólegheitum.  Fékk nú mest samviskubit yfir því að mamma greyið gat ekkert lært þar sem að hún stóð eiginlega á haus við að dekra við okkur......vonandi að ég geti bara hjálpað henni við að læra í staðinn.  

En núna er maður s.s komin aftur í daglega lífið og vinnan beið bara eftir manni.  Ási sat fram á nótt við að skrúfa saman skrifborð og stóla.  Ætlum að reyna að klára það í kvöld.  Svo var verið að gefa okkur sófasett.......Árni gaf okkur það......ætlum allavega að prufa að setja það upp heima og sjá hvort það passar í risa stofuna:) hehehe.  Mjög mikið að gera í vinnunni núna.  Mikið að koma nýtt, líka sumt sem átti að vera LÖNGU komið en er ekki enn og Maggan orðin smá stressuð yfir því.....verslunarstjórarnir farnir að spyrja aðeins of oft..... en svona er þetta.  Er að fara til Egilsstaða á morgun til að rútta til þar í Bónus.  Setja upp fullt af nýju dóti.  Helga Björg ætlar að sækja mig á völlinn og skutla mér í Bónus og vonandi fæ ég svo smá tíma til að kíkja á hana áður en ég kem til baka seinnipartinn......hlakka til:)  En jæja ætla að fara að koma mér heim að skrúfa meira......

ses igen......Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Gott að fá mömmu dekur, þú hjálpar henni seinna.
Gangi þér vel á Egilsstöðum

Íris, 13.2.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband