13.2.2007 | 22:57
Frábær ferð
Jæja þá er maður komin til byggða frá austurlandinu. Þetta var bara mjög góð ferð. Flaug í morgun í stórkostlegu veðri....vægast sagt. Svo æðislegt að fljúga svona í birtingu og horfa á roðann og fallega landið okkar. Vildi bara helst ekkert lenda. En það var ekki lengi sem sælan var, Bónus beið og allt á fullu spani þar. Fullt af fólki með drasl út um allt, smiðir, sölumenn og allt að gerast. Það tók því ekkert að sitja og horfa á liðið heldur var byrjað að skella upp pinnum og dóti á þá upp um alla veggi. Ætla nú að óska þeim þarna á Egilsstöðum til lykke með verslunarstjórann þarna......hann er nú bara einn sá "næsasti" sem ég hef hitt í þessum bransa. Mjög svo mikill hugsjónamaður á ferðinni. Skelltum okkur aðeins á Búlluna í hádeginu og ég ákvað ásamt Jónu (christel) að fá mér hreindýraborgara. Það var mjög gott get ég sagt ykkur. Tók mig smá tíma að ákveða að þora......en sá sko ekki eftir því. Kíkti aðeins á hana Helgu Björgu upp á Hafrafell. Það var mjög gaman. Þetta er frábær staður sem þau búa á þarna. Rosalega fallegt. Vona að þau geti farið að gera þetta að sínu heimili sem fyrst, fallegt og skemmtilegt hús sem þau eru í þarna. Hún skutlaði mér svo á völlinn aftur. Það var ekki alveg eins rólegt og fallegt flugið á heimleiðinni......ohhh nei nei.....byrjaði á þvílíkum látum á leiðinni upp frá Egilsstöðum og meira og minna hristingur alla leiðina. Svo þykir mér aldrei gott þetta aðflug hérna í Reykjavík.......líður ekki vel að hristast og skjálfa.......falla aðeins niður og svona, rétt fyrir ofan sjóinn......ekki alveg ég. En sem betur fer hafði ég hana Jónu við hliðina á mér allan tímann og við gátum blaðrað hvora aðra út úr hræðslunni. En jæja.....best að fara að sofa úr sér sveitasúrefnið.....og byrja svo nýjan dag á menguninni hérna.......varla að maður tími því, en svona er lífið....
Kveðjur frá Holtó......Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.