Framkvæmdum lokið

Jæja þá er loksins komin pása í tiltektargleiðina hérna á holtinu.  Komið nóg í bili held ég. Það var haldið upp á lokin með frekar rólegu "evróvision" (what a name) partýi.  Legið í sófanum og nartað í snakk.  Rauðhærði rokkarinn okkar vann, líst nú bara vel á það.  Ef einhver hefur vit á þessum herlegheitum, þá er það Eiríkur Hauks.  Allavega er það mín skoðun.  Það verður gaman að fylgjast með honum svara fyrir Silvíu Nótt.  obbbobbbobb......vorkenni honum nú hálfpartinn.  En svona er lífið. 

Það er brjálað að gera í vinnunni þessa dagana.  Skil þetta bara ekki alveg.  Oft sem ég kemst ekkert í mat eða pásur og þá þakka ég nú guði fyrir að það sé til Herbalife.  hehehehe annars væri ég sennilega dauð úr hungri.   Gott að geta gripið með sér shake og drukkið yfir daginn.  Verð að vinna til kl 6 í dag og er hérna í smá kaffipásu......stelst til að skrifa smá á meðan.  Annars er þetta mjög gaman hérna í vinnunni.  Alltaf nóg að gera, allir kátir og glaðir (eða flestir) og bara stuð sko. Langar nú að fara að komast með þeim í eitthvað partý en ég missti af síðustu herlegheitum.  Annars erum við að fara í leikhús í byrjun mars að sjá "pabbinn" í Iðnó.  Hlakka mikið til.  Svo erum við nú að fara að hittast "Laugadræsurnar" jibbý jibbý......það á að vera mojito- singstar partý og svo eitthvað players stuð á eftir held ég bara.  Vonandi að við getum allar hist núna, vantaði sko Berglindi aðalskipuleggjarnn síðast.  Vona bara að hún Inga fari að koma heim frá Kýpur til að vera með okkur.  En hún er vonandi með okkur í huganum bara.

En jæja,,, best að skella sér í vinnugírinn aftur......þar til næst......Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Já, hann á eftir að þurfa að svara fyrir henni. Og tekst það örugglega vel

Íris, 19.2.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband