Fljótt að líða þegar gaman er

Afhverju skyldi það vera?  Það er svo mikil synd, þegar það er gaman vill maður stundum ekki að það endi.  Það er búið að vera svo rosalega gaman í vinnunni þessa daganna.  Langar stundum ekkert til að stimpla mig út.  Enda að vinna til hálf 7 í kvöld og sennilega eitthvað slatta lengur á morgun. 

Patrekur fór til Helgu eftir leikskólann í dag og svo bauð amma þeim í kvöldmat.  Eyþór var þar, hann er að spila á tónleikum í kvöld í Laugaráskirkju.  Svo er hann með tónleika í Njarðvíkurkirkju í næstu viku og þá ætla ég að kíkja á hann.  Komst bara því miður ekki í kvöld.   Helga ætlar að bjóða krökkunum til sín eftir viku og þá mega þau gista hjá henni.  Veit ekki hvert hann Patrekur ætlaði þegar við fórum að tala um þetta hérna við Fanneyju, sagðist ætla að sofa í 4 nætur hjá bestu HelguWink  Ef einhver er Idolið þeirra, þá er það hún Helga. 

Jæja best að fara að breiða, kyssa og knúsa í háttinn......þar til síðar,,,,ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Ég skal sko kvitta Já kallinn bara í borginni að spila og aftur í næstu og krossar bara putta að kjellan fari ekki af stað...ekki að það sé mikil hætta á því held að Marteinn haldi sér sem fastast í naflastrenginn og ætli ekkert út....en bara 3 vikur eftir:)

Gott að það er gaman í vinnunni, ekkert sem er ömurlegra en að leiðast í vinnunni:)

Knús til ykkar allra.......kv Hvalurinn á eyrinni

Móðir, kona, sporðdreki:), 1.3.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Íris

Alltaf gaman að komast til bestu frænku!
En hvað er svona rosalega gaman í vinnunni?

Íris, 3.3.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband