8.3.2007 | 11:11
Álver.....ekki álver
Já nú er hart gengið að okkur hérna í Hafnarfirðinum. Atkvæðagreiðsla um nýtt álver nálgast. Ég verð nú að viðurkenna að ég var sko alveg hörð á því að kjósa með álveri.....fannst það eina vitið fyrir hafnfirðinga svona þegar litið er til framtíðar. Hugsaði bara....það skiptir engu þó að það stækki....ekki truflar það mig að horfa á það gamla út um stofugluggann á hverjum degi. Í gær kom inn um lúguna risa blað þar sem allar hugmyndir koma fram um stækkunina og teikningar hvernig hún kæmi til með að vera. Leist bara ágætlega á það allt saman. Á síðustu síðu blaðsins er svo grein frá Sól í straumi, samtökum gegn stækkun álvers. Þar eru tilteknar nokkrar ástæður fyrir mótmælum þeirra. Má nefna að 3 virkjanir verði settar í Þjórsá, rafmagnslínur til álversins verði þvílíkar, þar sem að álverið (eftir stækkun) þurfi jafn mikið rafmagn eins og allt höfuðborgarsvæðið. Hluti af þessum línum koma nú reyndar til með að liggja í jörðu.....en kannski er það vitleysa í mér en svona í minningunni þá kemur nú óþæginlegar drunur með svona strengjum.......en allavega, nú veit ég ekki hvað ég á að kjósa (eins og það hafi nú gífurleg áhrif á niðusrstöðuna..hehe) en vil samt vita hvaða skoðun ég hef á þessu máli. Þannig að nú verður það sennilega verkefni mitt næstu daga að skoða þetta fram og tilbaka.
Annað.....horfði á smá brot úr þætti Sylvíu Nóttar......ohhhh my god. Skil vel að hun skuli hafa verið að reyna að stoppa sýningar á þessu. Þvílíkt bull.
Jæja best að fara að hjúkra mínum unga prins.....liggur með 40 stiga hita hérna litli engillinn.
síja...bææ
Athugasemdir
Að sjálsögðu lætur þú ekki hræðsluáróður hræða þig, í félaginu Sol í Straumi eru bara örfáir öfgafullir einstaklingar sem nánast eingöngu eru að þessu til að láta bera á sér, mig grunar og þikist vita að sá/ sú sem hafnar stækkun(sérstaklega Hafnfirðingur) muni ekki glaður ganga næstu áratugina ef stækkunin verði ekki.
Kv. SigfúsSig.
Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.