25.5.2006 | 00:39
Jæja...kominn tími til:)
Jæja það er nú víst orðið svolítið langt síðan hér var skrifað síðast. Mikið búið að vera að gera síðustu daga og vikur eiginlega. Erum nú að vera búin að koma okkur fyrir hérna í Suðurholtinu. Veggirnir sem Óskar setti upp fyrir okkur halda enn allavega. Takk fyrir hjálpina Óskar!! Lyklarnir af Breiðvangi komnir í hendur nýrra og ánægðra eigenda. Furðulegt hvað það færist yfir mann einhver afslöppun þegar það kláraðist. En gott að vera komin hingað.....sumir hafa nú áhyggur af því að við séum alltaf á leiðinni nær Keflavík.....eða Grindavík.....veit nú ekkert hvað fólk er að tala um. Reyndar er ég ca 10-15 mín héðan til Keflavíkur en td er ég í 20-25 mín í smá kaffisopa til ömmu í Breiðholtinu......ok kannski nokkuð til í þessu hjá fólki.
Var núna að klára að horfa á Ungfrú Ísland. Hef nú ekkert mjög sérstakar skoðanir eða mikinn áhuga á þessari keppni yfir höfuð en frænka vinkonu minnar var þarna að keppa og lenti nú í 3. sæti. Til hamingju Linda, Steinunn og fjöskyldur
Fanney er á fullu í prófum þessa dagana. Gengur bara vel held ég. Les og les og leggur sig alla fram þessi engill. Hún er núna hjá pabba sínum og gistir þar í nótt. Þau eru að fara í sveitina til Ásgeirs og Unnar í Blönduhlíð....ætla að kíkja á lömbin og svona. Við Patrekur erum bara 2 hérna í rólegheitunum. Hann er nú allur að róast núna....búinn að vera smá tættur út af öllum þessum flutningum og tímaleysi allra í kringum hann. Getur bara verið að við kíkjum í bláa lónið með Kristínu og Sædísi á morgun. Ef gott er veður.
En nú er hún Helga Björg aðalyndi komin í næturspjall þannig að við sitjum hér fram eftir nóttu og rifjum upp gamlar syndir og gleðistundir.....fram á rauða nótt.
kveðja í bili......Magga
Athugasemdir
hey það er alveg vika síðan að þú skrifaðir síðast.. hvaða hangs er þetta.. heheheh vera dugleg ;);););)
kv Helga Björg
Helga B. Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2006 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.