15.3.2007 | 20:08
Já spurning um dugnað eða klikkun
Held nú að það sé frekar klikkun að fara út að skokka kl 6 á morgnanna heldur en dugnaður...hehehe. Ja sko nú fer að verða spennandi að vakna á morgnanna.......vonandi að styttast í litla frænda/frænku á Akureyri. En gaman að sjá að þú skulir vera komin í Fjörðinn Júlía Það er sko gott að vera hérna. Allavega vil ég helst hvergi annarsstaðar vera.
Er að fara á STS á laugardaginn (skóli fyrir Herbalife fólk) á Grand hótel Reykjavík. Hlakka mikið til, þar sem að mjög langt er síðan ég fór síðast. Mikið nýtt að gerast hjá okkur og spennandi hlutir í gangi. Heilsuhópurinn sem ég er í er alveg magnaður sko....(heitir líka magnaði-hópurinn). Erum núna að fara af stað inn í nýtt tímabil og ætlum sko aldeilis að taka þetta með stæl. Þannig að þið vitið að ef þið viljið koma og hlæja, spjalla, fíflast og grennast með hressum kjellum á öllum aldri, þá hafið þið samband. Þetta er rosalega gaman. Bara klukkutími á viku, hver hefur ekki gott af því?
Jæja best að fara að pakka niður fyrir börnin, eru víst að fara í Kópavoginn um helgina.
ciao......Magga
Athugasemdir
Alltaf gott að hlægja
Íris, 16.3.2007 kl. 19:38
hehe eða hlæja, hehehe
Íris, 16.3.2007 kl. 19:38
Nei dugnaður Magga ekkert klikkað við þetta:)
Móðir, kona, sporðdreki:), 17.3.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.