Berfætt í sandölum

Það er draumur minn, að geta verið berfætt í sandölum þegar það fer að vora.  Þegar ég bjó í Danmörku var það bara þannig að maður fór úr sokkunum í byrjun apríl og fór ekkert í þá aftur fyrr en í september.  Jú jú gæti það svo sem alveg, en ætti þá sennilega á hættu á að veikjast þar sem að maður veit aldrei þegar maður fer í vinnu að morgni, hvernig veður er yfir daginn.  Td á miðvikudaginn síðasta keyrði ég úr Hafnarfirði í snjókomu og inn í rigningu í Reykjavík.  Þegar ég var búin að vera á keyrslu í smá tíma kom sólGrin jibbý hvað ég varð glöð að sjá hana þegar ég var að keyra frá Holtagörðunum.  Ákvað að skutlast upp á höfða og sækja sólgleraugun svo að ég myndi nú ekki valda skaða á götunum hérna.  Viti menn, þegar mín kom upp Ártúnsbrekkuna var líka þessi ausandi rigning.  Ákvað nú samt að sækja gleraugun fyrst ég var komin langleiðina.  Þurfti svo að hendast í Hafnarfjörðinn með dót og hvað haldiði?  Kemur ekki þessi líka snjókoma, það mikil að það var bara snjór á vegi sko......aftur í Rvk og þá rigning!!! Hvað er málið?  Hugsaði eftir þetta furuveður hérna, vissara að hafa allar týpur af skóm, jökkum og öllu í bílnum......you never know.En svona er jú Íslandið okkar og við elskum það ekki satt?  Fanney minnist oft sumarblíðunnar í Þingeyjasýslunni.  Það var yndislegt sumar.  20 stig + dag eftir dag og sól. MMMMmmmmmm.  Maður kíkir nú kannski þangað í sumar.  Annars verður sumarfrí eitthvað lítið þetta sumarið.  Á ekki nema 14 daga á launum og vinnan skipar ákveðna 4 daga.  Þannig að ég hef í raun ekki nema 2 vikur í frí.  Þær verða þá líka bara nýttar MJÖG vel.  Fanney verður nú sennilega mikið á ferðinni í sumar að keppa, en það er bara skemmtilegt.  Stefnum örugglega á pæjumótið á Sigló í ágúst.  Verst að þá ætluðum við að vera í heimsókn hjá mömmu og pabba.  En við finnum út úr því.  Verslunarmannahelgin verður æðisleg.  Heildsalan lokar fimmtudag, föstudag og þriðjudag í kringum verlunarmannahelgina.  Þá verður farið í heavy útilegu á góðum og rólegum stað. 

Jæja best að henda sér í háttinn.......eigið góða helgi:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband