Frábært veður

MMMM gaman að vakna í svona veðri eins og í dag.  Skal fyrirgefa veðurguðunum fyrir að ég geti ekki verið berfætt í sandölum í dag.  Sól, nánast logn, hvítt yfir öllu eða sem sagt ekta vetrarblíða.  Enda sit ég núna og bíð eftir því að morgun-krems-meðferðin þorni í facinu svo að ég komist út.  Myndavélin klár og búið að hlaða inn á mp3-inn og ekkert annað í sjónmáli en langur og góður göngutúr.  Fanney gisti hjá vinkonu sinni henni Önnu Láru í nótt.  Heyrði aðeins í henni áðan og það var bara stuð hjá þeim.  Hafa sjálfsagt getað talað um fótbolta og svo kannski líka fótbolta. hehehe. Aldrei hefði mér dottið í hug fyrir svona 3 árum síðan að hún Fanney ætti eftir að verða svona rosalega hooked á boltanum, frekar sá ég hana fyrir mér í frjálsum eða eitthvað þannig.  En henni gengur rosalega vel.  Er að spá í að leyfa Patreki að byrja í sumar eða haust.  Hann er jú mikill fótboltastrákur.  Verst er að hann vill nú bara byrja hjá Barcelona.......en er nú held ég að skilja að það sé smá langt að fara á æfingar.....hehehe nei nei það verða þá örugglega bara Haukarnir eins og hjá Fanneyju.  Stutt að fara á æfingar og bara ágætt starfið þar núna held ég.  Samt hef ég nú smá grun um að fótboltinn hjá Haukunum sitji aðeins á hakanum þar sem að körfuboltinn og handboltinn taka stóran skerf af fjármunum félagsins.  Annars veit ég ekkert um þetta sko.  Allavega er skvísan ánægð þarna, með frábærann þjálfara og frábærta foreldrastjórnWink (hehe ég er í henni sko).  

Nú grípur maður allar fréttir um álversstækkanir og les og les.  Síðast í morgun komu smá hugleiðingar frá honum Davíð Þór snilling með meiru.  Eftir þann lestur er ég alveg komin á það að ég vilji ekki sjá stækkun álvers hérna í Firðinum.  Góður punkur sem hann kemur með: "Hafnarfjörður þarf ekki Alcan, heldur þarf Alcan Hafnarfjörð".  Nokkuð gott hjá honum.  En þetta hugsar maður örugglega næstu 2 vikurnar, og bara gaman að því.

FRÁBÆR STS skólinn í gær. Hann Hrafn Ágústsson president´s team er þvílíkur snillingur að hlusta á.  Ef einhver getur sannfært mann um að maður geti fært fjöll, þá er það hann.  Skemmtilegur maður á ferðinni.  Heilsuhóparnir eru að kollríða öllu hérna á landinu.  Sem dæmi voru skráðir 9 heilsuhópar í september í landskeppninni okkar en núna í byrjun mars voru skráðir yfir 80 hópar.  Enda eru þeir snilldin ein. 

Jæja ætla að skutlast í skokkgallann og fara út í þessa bongóblíðu hérna, spurning um að koma við uppi og biðja mína kæru nággranna um að hætta að vera í erobic um alla íbúðDevil.

þar til síðar,,,,,Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Vildi að landsbyggðin fengin einhverju að ráða um álverið ég myndi harðneita og hananú:)  Gott hjá Patreki bara að byrja á toppnum ekkert íslenskt í boltanum bara beint í þann spænska...snillingur hér á ferð

Gangi þér vel í skokkinu hlakka svo til að komast út í skokkgallann.......adios The whale

Móðir, kona, sporðdreki:), 19.3.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Íris

Hann stefnir hátt drengurinn, eða ætlar strax hátt, hehe. Dugleg að skokka alltaf þetta! 
Hef nú ekki mikið náð að velta álversdæminu fyrir mér. En maður ætti að hafa skoðun á því!  og hvað er þetta STS?

Íris, 19.3.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Margrét, Fanney og Patrekur

Maður reynir Íris...hehehe. STS er skóli fyrir Herbalife sölufólk. :)

Margrét, Fanney og Patrekur, 21.3.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband