21.3.2007 | 12:08
Er nú smá hissa
Ætla nú ekkert að vera að leggja mína skoðun fram um að leyfa vændi á Íslandi, en finnst ykkur þetta ekki svolítil tvímæli hérna? Fyrir ekki mörgum vikum síðan varð allt vitlaust hér á landi þar sem ákveðinn hópur vildi koma hingað til lands en þar sem atvinna þeirra virtist vera tengd klámiðnað þá var þeim bannað hreinlega að koma hingað. Stuttu seinna greiða allir þingmenn landsins atkvæði með því að leyfa vændi á Íslandi. Held að þeir séu nú bara að reyna að komast sem allra fyrst í sumarfrí þessir þingmenn.
En önnur frétt þessa dagana sem gleður nú mitt Dalahjarta. Nýr vegur sem á að rísa yfir Tröllatunguheiði beinir nánast allri umferð til og frá Vestfjörðum í gegnum Dalina. Þetta hlýtur að teljast vera gleðitíðindi.
Jæja er bara í smá mat hérna....best að fara að vinna...vildi bara koma skoðunum mínum frá mér...
kv. Magga
Athugasemdir
þú meinar. Ég hef mist af þessari umræðu. En einhvertíma var verið að tala um að leyfa vændi því það er hægt að sekta þær en oft eru þetta fólk sem er neitt í þetta, æ skilurðu.
Til hamingju með veginn
Íris, 21.3.2007 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.