Lítil frænka fædd:)

Jæja það kom prinsessa í heiminn á Akureyri í gærkvöldi.  Nú eru þær orðnar 4 í fjölskyldunni þarWink.  Til hamingju kæra fjölskylda, við erum ákaflega stolt frændsystkin hérna suðurfrá.  Stór og stæðileg stelpa og auðvitað gullfalleg.

Annars er allt við það sama hjá okkur. Komin enn einn föstudagurinn.  Finnst bara alltaf vera föstudagur.  Greinilega svona gaman og mikið að gera í vinnunni.  Er það ekki þá sem tíminn líður svo hratt?  Ætla að reyna að vera félagslynd móðir um helgina, svona til tilbreytingar.  Maður er alltaf eitthvað svo busy við að hugsa um hluti en framkvæma svo ekki.  Þannig að nú verður BARA gaman hjá okkur.  Fara og kíkja á tjörnina, góðan göngutúr með myndavélina, baka pizzu, allt sem er gaman.  Talandi um að baka pizzu, Fanney fór í veðmál við mig í gærkvöldi þegar við fréttum að barnið væri á leiðinni fyrir norðan.  Sá sem myndi tapa átti að sjá um pizzubakstur í kvöld......veðmálið var auðvitað hvort barnið yrði strákur eða stelpa.  Fanney sagði strákur og þessvegna er pizzubaksturinn hennar í kvöldLoL.  Væri nú líka gaman að skreppa í bíó bara eða eitthvað.  Orðið langt síðan ég fór með krakkana.  S.s þeirra helgi í vændum. 

Í næstu viku er ég að fá dana til mín í vinnuna, sem er sölumaður fyrirtækisins sem við verslum af.  Það verður gaman.  Vonandi eitthvað nýtt að koma og spennandi að sjá hvað verður í haust og svona.  Annars er maður að tapa sér núna í sýnishornum hinna ýmsu merkja.  Sölusýningu, sem fór frábærlega fram, er lokið og verið er að leggja lokahöndina á þetta, pakka niður sýnishornum og fl.  Að sjálfsögðu fáum við að fletta í gegnum það og panta ef við höfum áhuga á.  Margt mjög svo flott.  Er td að bíða eftir einhverjum sem vilja panta með mér geggjaða leðurjakka.....mmmmmmmmmmmm annars verð ég bara í 66*N appelsínugulum pollajakka allan næsta vetur.  Það var s.s áskorunin í vinnunni.

Jæja best að byrja quality weekend með börnunum......stolt frænka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Til hamingju með frænku!!

Íris, 23.3.2007 kl. 16:41

2 identicon

Til hamingju með litlu frænku :)

kv,Edda

Edda (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband