12.6.2006 | 22:31
já blogg.....hehemmm
Jæja.....þá skal skrifa. Allt í góðu hjá okkur maurunum hérna á holtinu. Við höfum nú bara verið að reyna að fagna sumrinu.....en veðrið kannski aðeins hamlað okkur. Fanney komin í sumarfrí og gekk alveg rosalega vel í prófunum....er svakalega stolt af henni. Það fer svo að styttast í að þau fari í orlof til pabba þeirra. Þau verða þar í 3 vikur. Það er brjálað að gera hjá mér næstu vikurnar. Virðist alltaf vera svona hjá mér þegar fer að líða á sumarið. Var í leikhúsi um helgina núna....17. júní svo að sjálfsögðu um þá næstu...svo útskrift hjá Lindu frænku...svo öldunga afmæli þann 28. júní
. hehehe. Sorry sæta. Brúðkaupið hjá Eyþóri og Ernu svo 1. júlí....Eiríksstaðahátíðin 7.-9. júlí...þannig að mér ætti nú ekki að leiðast.
Já talandi um leikhús....fór á föstudaginn á Fullkomið brúðkaup í Borgarleikhúsinu. Þvílík SNILLD. Nú er ég ekkert að ýkja þegar ég segi að ég var með brosverki í andlitinu langt fram eftir nóttu....og með harðsperrur í maganum daginn eftir.....sökum hláturs. Hef ekki hlegið svona mikið í mörg ár. Enda ekki annað hægt þegar að Jói og Gói mæta saman....þeir eiga skilinn óskarinn fyrir leik.
En jæja....ætla nú ekki að ofgera skrifunum....hahahaha
kveðja í bili....Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.