:)

Jæja þá er 17. júní liðinn og var mikil gleði í gær hjá okkur.  Fórum niður í miðbæ Reykjavíkur og fylgdumst þar með mörgu skemmtilegu.  Keyptar blöðrur og candy floss eins og fylgir þessum degiBrosandi.  Veðrið var bara ágætt....hlýtt og gott.  Komu nú smá dropar svona á milli..aðeins til að við myndum ekki ofþorna.   Svo fær maður endalaust skilaboð af austurlandinu.....sól og blíða og 20 stiga hiti......er þetta ekki bara bull??  Finnst þessu nú vera misskipt hérna á þessu landi.  Svo var farið á KFC og keyptir fullir pokar af kjúlla og meðlæti til að naga yfir landsleiknum sem kom svo á eftir.   Keyrði reyndar yndislegu börnin mín til pabba þeirra fyrir leikinn.....og það var nú erfið stund að skilja þau eftir.....alltaf að sjá það betur og betur hvað við erum nú háð hvoru öðru.  En það hafa allir gott af þessu.  Kom svo hér heim og þær biðu hérna....Helgurnar 2...þ.e.a.s Helga sys og Helga Björg.  Horfðum á þennan stórkostlega handboltaleik.  WOWOW hvað við vorum að tapa okkur yfir honum.  Yndislegur leikur og loksins loksins unnum við Svía í einhverju svona einvígi!!!! Og ekki var nú verra að hindra þá í því að komast á HMBrosandi.  Með fullri virðingu fyrir svíum samt sem áður.  Spurning um að fara bara að leggja fyrir og skella sér á HM á næsta ári.    hummmmm gæti verið gaman.

 En jæja nú erum við Helga sys að fara í Kringluna og kemba glugga og mátunarklefana:) það er þannig þegar margar veislur eru framundan.....þá þarf maður að versla,,,,,ekki satt?

Kveðja úr sólinni í dag (þótt ótrúlegt sé)...Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband