Jahérna hér

Ég missti nú bara hökuna niður áðan þegar ég las fyrirsögnina á mbl.is að Ingibjörg Sólrún og Geir væru sest á samningafund........tak nú ofan fyrir þeim stjórnarmönnum fyrir þetta.  Verður heldur betur gaman að fylgjast með fréttum í kvöld.......

En já að öðru, eignaðist lítinn frænda í gærkvöldiGrin. Helga Björg og Binni, austlendingarnir mínir, eignuðust lítnn prins.  Loksins annar strákur í familiuna....Patrekur var sá fyrsti á eftir Eyþóri......hehemmm nokkur ár þar á milli, en loksins loksins eru þeir orðnir fleiri.  Þurfum kannski að fara að passa okkur hérna stelpur í fjölskyldunni.  Ég var nú víst búin að veðja á stelpu.........en sem betur fer lagði ég ekki aleiguna undir.  Til hamingju elsku dúllurnar mínar!!

Vinna, vinna meira og kannski sofa hefur verið helsta viðfangsefni mitt síðustu vikur.  Gámur á gám ofan.....á planinu í hverri viku.  Metið var slegið í brettafjölda í síðustu vikur þegar við tókum á móti 29 brettum af allskyns vörum.....og tek fram.....bara mín megin í heildsölunni!! Vá hélt án gríns að ég kæmist ekki út úr þessu öllu.  En með aðstoð mikilla karlmanna, tókst það sem betur fer og er nú farið að sjást í gólfið.  Fór 3 sinnum á Akranes í þessari viku og svo á Egilsstaði.  Talandi um Egilsstaði, fannst nú alveg frábært að hitta þar konu og dóttur hennar sem ég var að vinna með hérna í Hafnarfirði fyrir um ári síðan.  Fluttu austur fyrir 2 vikum og það urðu heldur betur fagnaðarfundir hjá okkur.  Finnst alltaf gaman að koma austur, falleg flugleið og bara yndislegur bær, Egilsstaðir.  Var nú að spá í að skutlast bara upp að Hafrafelli (þar sem Helga og Binni búa) og marka aðeins fyrir þau svona þar sem þau voru hérna í barnsfæðingum.  Hefði nú verið gaman að rifja upp gamla takta.

Fanney les og les fyrir próf núna....gengur bara vel hjá henni.  Hún stendur sig æðislega í þessu öllu, hvort sem það er skólinn eða fótboltinn.    En ég skil svo vel hvað það getur verið erfitt að sitja inni og lesa á meðan það er gott veður úti.....og virðist líka vera svo misjafnt á milli foreldra hvað þeir leggja mikla áherslu á að krakkarnir lesi fyrir próf.  Stundum lítill skilningur hjá félugunum að það sé ekki hægt að vera úti öll kvöld......en svona er þetta nú bara.

Jæja ætla að fara að mata hana af enskum sögnum.......bæ þar til síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

.....og hvernig fór með búrið?

Íris, 17.5.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband