19.5.2007 | 14:38
Sumarhátíð Hjalla
Jæja þá er hin árlega sumar/vorhátið á Hjalla lokið. Eins og venjulega var frábærlega tekið á móti börnum og fjölskyldum þeirra. Alltaf jafn gaman að koma í veislur á Hjalla get ég sagt ykkur. Það voru að sjálfsögðu grillaðar pylsur með öllu meðlæti sem þú gast hugsað þér. Hver kjarni var svo með söngatriði og það er bara yndislegt að sjá þessi kríli...alveg niður í 1 árs....standa uppi á sviði og syngja!!! OMG hvað þau voru krúttleg. Gulikjarni (hans Patreks) söng jú vinalagið....."ég er sko vinur þinn" o.s.frv. Stóðu sig frábærlega. Svo komu þarna einhver skemmtiatriði......trúðar að syngja og svona....og svo endaði nýstofnað Hjallabandið þessa frábæru skemmtun. hehe en Hjalli býr að foreldrum með einstaka tónlistarhæfileika!. Þarna komu meðal annars saman meðlimir úr Jagúar, Í svörtum fötum og margir fleiri......skulum bara láta myndirnar tala sem eru komnar hérna inn.
kveðja úr sólinni.....Holtamaurar
Athugasemdir
Alltaf líf og fjör kringum þig!
Íris, 20.5.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.