gott að sjá ykkur!!

Jæja gott fólk....þá er víst kominn tími til að blogga smá.  Ekki alveg staðið mig í þessu í sumar. Sumarfríið hefur verið mjög gott.  Líður reyndar allt of hratt en það er víst gangurinn.  Höfum nú ekkert ferðast mikið en fórum samt til Akureyrar 1. júlí í brúðkaupið hjá Eyþóri og Ernu.  Það var að sjálfsögðu mjög gaman og yndislegur dagur hjá þeim eins og mátti búast við.  Við stoppuðum reyndar á Hólum í Hjaltadal á leiðinni þangað og gistum eina nótt.  Þar vorum við saman, ég og krakkarnir, Helga, mamma og pabbi og svo Helga Björg.  Það er alltaf svo frábært að koma að Hólum.  Við Helga og pabbi löbbuðum í Gvendarskál í frábæru veðri og það var frábært útsýni þar uppi. 

Annars höfum við svo bara verið róleg heima og líka svolítið í Búðardal.  Fanney er á fullu í fótboltanum og eru stífar æfingar og einnig leikir hjá henni þannig að við erum nú smá bundin hérna í borginni.  Hún var einmitt að keppa á símamóti um helgina ásamt eitthvað um 1500 stelpum frá öllu landinu.  Fengu reyndar ömurlegt veður vægast sagt.  Rok og rigning alla helgina, en þær stóðu sig frábærlega samt sem áður.  Ótrúlegt að sjá hvað þessar skvísur leggja á sig og láta ekki svona veður láta á sig fá.  Skil nú ekkert í símanum, sem er nú styrktaraðili mótsins, að senda ekki veðurguðunum sms um að senda betra veður......eru nú hæg heimatökin hjá þeim.  En eins og ég sagði þá stóðu þær sig mjög vel....urðu í 5 sæti af 14 í sínum flokki. Til hamingju HaukastelpurBrosandi.

Ætlum nú að reyna að skella okkur í veiði í næstu viku....ef veður leyfir.  Fanney er að spá í að taka sér frí á 2 æfingum og koma með.  Svo er mót á Sigló í ágúst þannig að hún þarf að mæta vel þangað til.  Svo stendur til að skella sér á dönsku dagana í Stykkishólmi, líka í ágúst.  Þannig að það er alltaf nóg að gera.

En jæja...heyrumst síðar....hilsner Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Nóg að gera hjá ykkur. Áfram Haukar!!

Íris, 20.7.2006 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband