28.7.2006 | 20:48
Fríið að verða búið.
Jæja þá er nú þetta blessaða sumarfrí að verða búið. Vinna á mánudag og þá byrjar rútínan aftur. Erum fyrir vestan núna...mamma og pabbi fóru úr bænum og við komum til að halda félagsskap yfir Hómer. Það er búið að vera nóg að gera síðustu daga. Krakkarnir fóru í Þórsmörk um síðustu helgi með Arnari og Guðleifu. Það var sko rosa gaman hjá þeim. Fjallgöngur og læti. Við skelltum okkur svo í keilu í vikunni.....það er alltaf jafn gaman. Patrek fannst nú skemmtilegast þegar hann fékk fellu eða feykju.....er ansi góður sko. Svo kíktum við í bíó.....og svo var toppurinn á vikunni gærkvöldið.....en þá fórum við Fanney og Helga með Kristínu og Sædísi á Footloose í Borgarleikhúsinu. Mikið ofsalega var gaman. Segi bara ekki annað. Snilldar tónlist, söngur, leikur, svið, búningar og svo bara showið eins og það lagði sig. Unnur Ösp á greinilega framtíðina fyrir sér í leikstjórninni.
En nú þarf að koma börnum niður og jafnvel fullorðnum líka.....þar til síðar.
kv Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.