Frábær helgi

Jæja þá er helgin búin og vinnan bíður í fyrramálið. 

Fórum vestur og nutum þess vel.  Sátum nú bara í slökun yfir videó á föstudagskvöldið....fórum til Ingu og keyptum bara af henni mynd....og settum okkur í svaka stellingar....snakk og ídýfur í sófanum.  Svo var nú ákveðið að brjóta smá reglur...svona þar sem að mamma og pabbi voru ekki heima......og buðum honum Hómer að kíkja í sófann til okkar.  Það vildi nú ekki betur til en það að hann fékk greyið hálfa ídýfudós yfir sig allan.  Greyið....vorkenndum honum heilan helling. En hann var nú bara mjög sáttur sko...sleikti og sleikti...ummmmmm fannst þetta æðislegt og var því ekki alveg sáttur við okkur þegar við skelltum honum í sturtuna.

 Kíktum á Bikarmót vesturlands í hestaíþróttum og þar var verið að vígja nýjan reiðvöll í Búðardal.  Til hamingju Glaðsmenn með stórglæsilegan völl og aðstöðu í kringum hann.  Það var frábært að sjá það.  Svo er bara vonandi að ráðuneytið samþykki beiðnina okkar um að byggja reiðhöll.  Þá er þetta komiðBrosandi.  Ég kíkti svo aðeins með öllum gömlu kunningjunum út og það var nú svakalega gaman.....smá þreytt í dag....en ekkert sem jafnar sig ekki.  

Jæja...kveðjur úr Firðinum....Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

gangi þér vel í vinnunni!

Íris, 1.8.2006 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband