hehemmmm

Já veit það vel að ég er löt að skrifa.....bara mikið að geraSaklaus.  Segjum það allavega.

En við Fanney vorum á Siglufirði um helgina þar sem fram fór pæjumót í fótbolta.  Ég var gripin sem fararstjóri með 5. flokknum hjá Haukunum ásamt 3 öðrum kjellum.  Þetta var alveg ofsalega gaman.  Mikið fjör að vera með 22, 11 og 12 ára stelpur í einni stofu.  En þeim gekk nú bara mjög vel öllum saman.  Mikið spilað á reyndar mjög svo blautum völlum, sérstaklega þeim sem hún Fanney lenti á......hann var bara drulla á miðjunni.  Svo voru þær auðvitað að fórna sér fyrir boltan sko,,,, og flugu stundum beint á hausinn í ökkladjúpri drullunni.  Enda vorum við í því að þvo og dusta drullu úr búningunum þeirra.  En þetta setti bara sinn svip á mótið og Siglfirðingar eiga hrós skilið fyrir frábærlega skipulagt mót.  Allt gekk eins og í sögu.  En það voru nú þreyttar mæðgur sem komu heim í gærkvöldi.  Enda löng keyrsla að baki og stanslaust fjör.

Svo fer nú að styttast í skólann hjá Fanneyju....var einmitt að skrá hana í Hvaleyrarskóla í morgun.  Hún er bara nokkuð spennt að byrja.  Enda segist hún greyið vera vön að skipta um skóla.  En skulum nú vona að hún fái frið til að vera þarna eitthvað.  Arnar fór og gerði stórinnkaup af skóladóti fyrir hana, sem kemur sér rosalega vel.  Svo fékk nú Patrekur "skólatösku" og bók frá honum og situr sko stjarfur við að æfa sig að skrifa stafi og fleira. 

En nú skal fara að taka upp úr töskum og þvo;)

ciao þar til síðar.  Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo það er stuð í boltanum!
Kv. Íris

Íris Hjalt (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 17:23

2 identicon

Þið hafið líklega lent á vellinum fyrir neðan gaggann (en það er gagnfræðaskólinn kallaður), en það er malarvöllur. Sú sem ég sæki alltaf tímana til í Hreyfingu er kennari í Hvaleyrarskóla, heitir Rósa Karlsdóttir (kölluð Didda). Hún er æðisleg.

Edda (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband