verðlagning á Íslandi.......

Já nú er ég eiginlega svolítið reið, eða pirruð réttara sagt.  Þannig er mál með vexti að ég hef verið að skoða fartölvur núna síðustu daga, mín skemmdist og hef kíkt aðeins eftir nýrri.  Vinur minn sem býr í Danmörku skýtur að mér hvort hann eigi ekki bara að kaupa fyrir mig tölvu og koma með til mín í ágúst......ég fer að skoða verðmun á þessu og ath hvort þetta myndi borga sig fyrir mig.  Fer inn á nokkrar síður úti og eins hér heima til að bera saman tegundir og verð.  Nú ætla ég að koma með dæmi:

Toshiba Satillite A100-886

  • Kostar á ísl....119.900
  • Kostar í DK....71.500

Acer Aspire 5104WLMI

  • Kostar á ísl....99.900
  • Kostar í DK....66.000 (en er samt stærri og flottari)

Vill einhver vera svo góður að segja mér......afhverju í andsk....þetta þarf að vera svona!!

Var nú bara nánast farin að pakka niður hérna áðan og tekið fyrsta flug til DK......

Smá viðbót.....við erum bara að tala um tölvur hérna í þessu tilfelli.....hvað ætli það sé mikill verðmunur á öllum öðru........?????  Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Skil þig mín kæra. Ótrúlegt alveg.

Íris, 25.7.2007 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband