15.8.2007 | 19:25
Hinn góði dagur 15. ágúst
Já þetta er stór dagur í okkar fjölskyldu. Fanney Lind náði þeim stóra áfanga að verða 12 ára í dag. Til hamingju elsku prinsessurassgatið mitt. Pabbi er sextugur í dag. Til hamingju elsku pabbi. Margir ættingjar okkar og vinir eiga afmæli í dag....og síðustu daga líka.
Við eyddum helginni í sumarbústað með stórfjölskyldunni uppi í Borgarfirði. Mamma og pabbi ákváðu að bjóða öllum börnum og barnabörnum með um helgina í tilefni afmælis pabba. Það var æðislegt að koma saman. Við Fanney og Patrekur fórum strax eftir vinnu á föstudaginn þar sem við gátum ekki beðið:) Mikil gleði var hjá okkur öllum, krakkarnir lágu í heita pottinum í sólinni....fóru í körfubolta með okkur Helgu....(nota bene við Helga rústuðum þessu náttúrulega.....) spiluðum minigolf....fórum í snoker...borðuðum, drukkum bjór (fullorðna fólkið þá) og við Helga áttum allan heiðurinn af pottanotkun með bjórívavi þessa helgina. Sátum einar í pottinum þegar allir hinir voru farnir að sofa og höfðum það cosy:) Við kunnum það nefnilega. Það var flott grill á laugardaginn og pabbi fékk kíki frá okkur systkinunum. Eiður kíkti í heimsókn á laugardaginn og það þótti nú honum Patrek ekki leiðinlegt.......að fá bestasta besta vin sinn í heimsókn.
Ég kíkti svo aftur í gærkvöldi þar sem Guðbjörn, Ragnar og konur voru væntanleg í grill í bústaðinn. Það var að sjálfsögðu eftir þeim sú innkoma sem var þar......Læddust að svæðinu og laumuðust að jeppanum hans pabba og skiptu um númeraplötur....komu svo með þennan líka flotta pakka til pabba......leit í fyrstu út eins og heyrúlla.....allavega var þarna rúlluplast böggull sem bræðurnir skelltu upp á pallinn. En þegar pabbi hafði nú eytt smá tíma í að rúlla plastinu utan af bögglinum...kom annað í ljós! Haldiði að það hafi ekki verið 310 WC rúllur!!! Þeir sem þekkja húmor pabba og bræðranna skilja þetta. hahahahaha....svo læddust þeir og sóttu jeppann hans pabba og renndu honum upp að húsinu....með númeraplötunni: D343. Sem sagt gamla góða númerinu hans pabba. Mikil gleði og hlátur fylgdi svo í kjölfarið á þessu öllu, grill, bjór, rauðvín, koníak og fleira. Eiður kom aftur og kíkti á hina hliðina á familiunni......hann er allavega ekki hlaupinn ennþá...þannig að þau eru greinilega ekki svo slæm.
Nú sit ég og pakka niður. Er að fara til Frankfurt kl 7 í fyrramálið. Er að fara í innkaupaferð á vegum vinnunnar. Hlakka bara mjög mikið til. Gaman að fá að bera ábyrgð og taka þátt í að stjórna þessu öllu. Kem svo heim á laugardaginn þannig að ég ætti nú að ná smá hluta af menningarnóttinni.
Ætla nú að skella mér fram og hafa stjórn á vinkonupartyinu sem er í tilefni 12 ára afmælisins. Pizzur, snakk og tónlist!!!
Þar til síðar.......hej hej
Athugasemdir
Til hamingju með dótturina og pabba þinn. Þetta er fjörug fjölskylda, hehe.
Gangi þér í verslunarleiðangri.
Íris, 19.8.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.