13.9.2006 | 17:16
Endalausar skammir hérna!!!
Kannski ekkert skrýtið þar sem að það er greinilega bara bloggað á mánaðar fresti.
Nú er allt að komast á skrið hjá okkur hérna holtabúunum...Fanney æfir stíft í boltanum og er svo að byrja í Sönglistinni á laugardaginn. Það verður frábært hjá henni. Patrekur er bara á fullu í leikskólamálum og er svo stoltur af því að vera orðinn stórahópsdrengur og tekur því mjög alvarlega að vera að aðstoða litlu púkanna sem eru að byrja. Svo á það nú til að gleymast þegar heim er komið að maður sé stilltur og allt það.....
Síðasti dagurinn í vinnunni hjá mér er á morgun. Þá endar 6 ára starfsaldri mínum á leikskóla. Verður nú örugglega skrýtið að vera ekki endalaust að hugga, snýta og skeina......en börnin mín fá að njóta þess í staðinn að fá alla mína athygli. Byrja sem sagt sem sölumaður hjá Rún á mánudaginn. Það verður spennandi að prufa eitthvað nýtt og vonandi að það verði bara gaman. Hef fulla trú á því. Annars endar minn ferill hjá leikskólanum mjög vel......fer nefnilega í óvissuferð á föstudaginn:) ohhhh það verður æðislegt. Búin að redda mér kúrekahatti sem er "þemað" og svo keyptum við á deildinni allar eins klúta en vantar hugmyndir um hvernig við getum sett okkur allar (erum 6) í svona ákveðið þema saman......kannski bara young guns.......hehehe. Þetta verður BARA stuð.
kveðja í bili.....þarf að fara að baka fyrir morgundaginn.....heimta víst kökur í vinnunni....Magga
Athugasemdir
Helga (öðru nafni, Hérastubbur bakari) vaknaði kl hálf 8 og bakaði 2 ostakökur fyrir bestu systur sína og mætti með þær í vinnuna hennar. ;)
Helga (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 09:43
Já nákvæmlega....Helga yndi stjanar við mig út í eitt...takk fyrir falleg orð elskan:)
Magga (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.