2.10.2006 | 20:53
Allt að verða vitlaust hérna
Það er nú meira hvað veislur og skemmtanir geta hlaðist á mann á stuttum tíma. Stundum sér maður ekki hræðu, eða fer nokkurn skapaðan hlut, en svo koma tímabil þar sem að allar helgar eru þétt skipulagðar. Framundan eru td, skemmtifundur í vinnunni með Jóni Gnarr, námskeið, reunion frá Laugum, Fyrsti vetrardagur, árshátíð í vinnunni og þetta er fyrir utan allt sem að ég er búin að ákveða að gera með krökkunum. En þetta er nauðsynlegt í skammdeginu. En talandi um reunion.....jibbý loksins loksins ætlum við skvísurnar að hittast. Vá hef ekki séð sumar síðan á Laugum forðum daga. Þetta verður æðislegt. Ætlum að fara út að borða á Caruso og svo á ball með Sálinni á Nasa.
Krakkarnir fóru í sumarbústað með pabba sínum um helgina í Haukadalinn. Það var rosa stuð hjá þeim og flugu sögurnar hérna í gær og í dag um hlaupandi hrúta í réttunum og aumingja Fanney öll orðin blá og marin eftir að draga í dilkana. Finnst það nú bara gaman.
Fanney er farin að æfa 4 sinnum í viku og er áhuginn alveg rosalega mikill hjá henni sem er frábært. Hún finnur sig mjög vel í þessu. Nýr þjálfari kom í haust og er hann að ná vel til hennar. Kvartar stundum yfir að þau séu eitthvað hörð við þær En þær hafa nú bara gott af þessu. Patrekur fylgdi henni í Risann í Kaplakrika í dag og þá sagðist hann ekkert ætla að æfa fótbolta með Haukum, það væri sko mikið flottara hús sem væri hjá FH. Þannig að það er spurning hvað verður fyrir valinu.
Vinnan er að virka rosalega vel. Frábært samstarfsfólk, mjög fjölbreytt starf og ekki skemmir að geta labbað um og verslað föt á "spot pris" á fjölskylduna. Fer nú að hlakka til að fá öll þessi frændsystkin sem eru á leiðinni svo að ég geti farið að versla þarna í ungbarnadeildinni.....hún er bara frábær.
En jæja nóg í bili.....Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.