Allt á hvolf:)

Jæja þá er maður að verða vitlaus hérna.  Varð eitthvað þreytt á draslinu hjá okkur hérna og fékk þá hugmynd að snúa öllu við og breyta og breyta.  Hugmyndin gekk ekki alveg eftir eftir mælingar og pælingar.  En eitthvað varð að gera til að ég fengi ekki nóg af þessu hérna.....þannig að allt fór á fullt snúa hillum, borðum, skápum. Setja upp hillur og læti.  Þannig að nú vonum við að þetta verði inni hjá mér í smá tíma:)  Við Patrekur erum heima í dag sökum veikinda.....og hann er búinn að vera að hjálpa mér við að skúra hérna.....og vá ekkert smá efnilegur.  Fanney var líka mjög dugleg að hjálpa mér í gær.  Þreif eldhúsið og hjálpaði mér með að snúa og stilla......Reyna að ala upp í þeim heimilisstörfin:) 

Fór í gær á fund hérna í næstu götu með Halldóru Skúla og Erlu Sig Herbalife snillingum:)  Erum að setja af stað heilsuhóp sem ég ætla sjálf að vera í.  Rosa aðhald og átak hjá þeim.  Er svo að hugsa um að koma af stað sjálf svona hóp þegar ég hef klárað þetta, þá veit ég aðeins hvernig þetta virkar.  Erum með smá keppni svona innan hópsins og svo verður hópurinn skráður í landskeppni.  Þetta er rosalega hvetjandi.  Við hittumst einu sinni í viku og þá er mælt og vigtað og spjallað um allt milli himins og jarðar.  Mjög svo gaman:)  Settum okkur ákveðin markmið og áttum svo að ákveða hvað við vildum gefa sjálfum okkur í verðlaun ef að við næðum okkar markmiðum á tilsettum tíma.  Maggan skrifaði að hún ætlaði að fara í dekur-helgarferð til Köben:)  Þannig að ef að einhver vill, setja sér markmið, og standast það með mér.......komdu þá með til Köben:)

En jæja ætla að fara að læra...nota tækifærið á meðan ég er heima

þar til síðar, Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband