8.10.2006 | 19:53
Varð að segja frá þessum:)
Verð bara að segja ykkur þennan.......
Hjón skelltu sér í sumarbústað við Þingvallavatn. Manninum þótti gaman af veiði en konan kaus frekar að liggja með góða bók. Einn daginn kom maðurinn heim í bústað eftir nokkuð langa veiði í vatninu. Var þreyttur og ákvað að leggja sig. Konan ákvað þá að skella sér aðeins á bátnum út á vatnið. Réri vel út og henti akkerum þar, lagðist út af í bátnum og las bók. Þegar hún hafði legið þar í nokkra stund, kom veiðivörður á bát til hennar. "Heyrðu kona góð, hvað ert þú að gera hérna?" segir vörðurinn. Konan kíkir á hann og segir: "Nú ég er að lesa bók" og hugsaði með sér hvort að það væri ekki augljóst. "Þú ert á vernduðu veiðisvæði hérna á vatninu" segir vörðurinn. "Já en ég er ekki að veiða." skýrir konan þá út fyrir honum. "Þú ert með allar græjur í bátnum til þess, og hvað veit ég nema þú byrjir á því á hverri stundu. Þú verður að koma með mér í land, ég þarf að taka niður skýrslu af þessu," segir vörðurinn þá. Konan hugsar sig vel um og segir svo: "Ef þú gerir það, þá kæri ég þig fyrir nauðgun!" " Já en ég hef ekki snert þig kona góð," segir hann hálf glottandi. Þá gall í konunni: "Þú hefur nú allar græjur til þess, og hvað veit ég nema þú byrjir á því á hverri stundu." Veiðivörðurinn sneri við á bátnum og réri í land.
Segir okkur nokkuð, um okkur konurnar, túlki það hver eins og hann vill
Athugasemdir
hehe, góður
Íris, 11.10.2006 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.