15.10.2006 | 19:29
JÆJA
Jæja þá er ég búin að upplifa nýja IKEA og það var nú bara snilld....leið eiginlega eins og ég væri komin til útlanda þegar ég stóð upp úr bílnum. En þetta er frábær verslun þarna og eiga þeir hrós skilið. Ekki spurning. Frábærar uppstillingar á heilu íbúðunum og maður fær fullt af skemmtilegum hugmyndum. Svo er líka sænska búðin alger snilld....þar er hægt að kaupa fullt af sænskum mat og þannig. Bara sniðugt.
En það færðist nú smá bros yfir andlit krakkanna þegar við röltum inn í Rúmfatalagerinn í dag. Allt orðið fullt af jóladóti í hillum. Finnst nú full snemmt að kaupa jólaskraut en þarna voru margir með fullar körfur af dóti, kannski styttra til jólanna en maður heldur. Þetta líður allt svo hratt....komið vor áður en maður veit af.
en jæja langaði nú eiginlega bara til að tjá mig um IKEA hérna.....látið nú endilega sjá ykkur hérna eða bara í café hérna....það er nú ekki eins og maður búi erlendis....
hilsner Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.