jæja þá kemur helgarsagan:)

Frábær helgi að baki og vonandi líka frábær vika framundan.

Byrjaði á því á föstudaginn að fara á sölunámskeið hjá Gunnari Andra uppi í Rún.  Það er það besta sem ég hef farið á.  Hann er þvílíkur snillingur þessi maður verð ég að segja.  Maður fór stundum að skellihlæja þegar hann kom með sögur, fyrir utan það að þær voru auðvitað drepfyndnar, þá sá maður sjálfan sig svo oft í þeim.  Lærði mjög mikið af honum, bæði í sölu og líka hvernig maður á að hugsa og horfa á sjálfan sig.  Td eitt dæmi:  Þeir sem hlusta á tónlist í bílnum allan tíman sem þeir keyra, hafa alltaf kveikt á sjónvarpi, útvarpi eða jafnvel bara öllu draslinu heima hjá sér í einu, þeir þora ekki að hafa þögnina þar sem að þá hlusta þeir of mikið á eigin hugsanir og eru skíthræddir við þær.   Þetta er bara alveg hárrétt hjá honum held ég.  Fannst þetta snilld og þetta er bara eitt gott dæmi um það sem hann var að segja.  Mæli mjög mikið með að fara til hans á námskeið.

En jæja nóg um það.  Þurfti að stelast út af námskeiðinu til að fara á "Laugadræsureunionið".  Og wá wá wá hvað það var geggjað.   Bara snilld og sé ekki eftir því að hafa mætt.  Byrjuðum kvöldið á Caruso á Laugavegi með mohitos drykkjum, hlógum knúsuðumst og hlógum enn meira.  Svo fengum við æðislegt borð og frábæra þjónustu.  Borðuðum stórkostlegan mat, nota bene fékk mér lax sem var þvílík snilld, tímdi varla að klára hann sko.  Drukkum svo hvítvín með og meira mohitosBrosandi Alger snilld.  Svo fórum við 3 á Players á Sálina hans Jóns míns.....mjög gaman þar líka.  Með öðrum orðum, geggjað kvöld með geggjuðum skvísum.  Takk stelpur:)

Svo var tekin ákvörðun um að kíkja bara vestur í gær til að kíkja á pabba og mömmu.  Það var mjög notalegt, þurfti reyndar að láta Helgu keyra meirihlutann af leiðinni þar sem að ég var eitthvað syfjuð...skildi ekkert í því samt.  Svo var bara mjög nice fyrir vestan eins og alltaf....sofið og étið....hlegið og haft gaman.  Alltaf svo gott að koma til ma og pa...;) Takk fyrir okkur.

En núna er maður komin aftur í stressið hérna í bænum....allt á fullt, allir að læra, þvo og þrífa, vinna og vinna, og engin pása.  Hvernig endar þetta??

En jæja ætla að hætta þessu bulli og fara þá að gera klárt fyrir morgundaginn.....bæ í bili Magga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey skvísa
TAKK FYRIR SÍÐAST :*
Við erum sko engar dræsur!!! Heldur drósir ;) Bara hafa það á kristaltæru :P
Fórstu svo ekki á ballið í sveitinni...

Kv Fjóla "DRÓS"

Fjóla Borg (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband