Frábær helgi

Jæja það tókst nú að komast á árshátíðina hjá Rún.  Sem betur ferBrosandi Frábært kvöld.  Byrjuðum á því að fara heim til Herluf eiganda Rúnar, og þar bauð hann okkur í fordrykk.  Skelltum okkur svo á Lækjarbrekku og að sjálfsögðu klikkar aldrei neitt þar.  Frábær matur og drykkir auðvitað líka, allt í boði Herluf.  Mikið hlegið og haft gaman.  Fórum svo nokkur á Celtic og dönsuðum af okkur steikina.  Einn varð reyndar undir bíl á leiðinni.....sjúkrabíll og læti....en hann er harður og kemur fljótt í vinnuna aftur.    Já gaman að segja frá því að ég hitti hann Rikka bekkjarbróðir minn frá Laugum þarna.....vill svo skemmtielga til að konan hans vinnur með mér.  Fyndið hvað heimurinn er lítill...og fer enn minnkandi held ég.  Það var gaman að hitta hann og við rifjuðum mikið upp frá Laugatímanum....bæði jákvætt og neikvætt.....vorum nú stundum fljót að skipta um umræðuefni.  Það er nefnilega nauðsynlegt að fara svona út með vinnufélugunum.  Maður kynnist þeim mikið nánar og betur heldur en á  hlaupum í vinnunni alla daga, sérstaklega þar sem að ég er svo mikið úti á keyrslu.  Þannig að ég fann strax á mánudagsmorguninn hvað maður var mikið búin að kynnast þessum yndum betur.  Frábært fólk sem ég vinn með. 

En sit núna hérna heima með hann Patrek.....fann sér einhverja ælupest til að gleðja mömmu sína.  En er nú að jafna sig á þessu....situr og dundar sér í playmo.  Fanney fór í orlof í Búðardal á sunnudaginn og kom í gær.  Það var vetrarfrí í skólanum.   Hún er svo mikill snillingur þessi skvísa mín, kom með fullann kassa af jólakortum sem hún bjó til fyrir mig.  Og þau eru svo æðisleg hjá henni.  Gullmoli sem hún er.  Getur alltaf dundað sér svona mikið með afa sínum og ömmu.  Enda fyllist maður rólegheitum og afslöppun þegar maður fer í sveitina.  Ekki spurning.

En jæja, best að skella sér í smá playmo.  see ya... Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Gott að heyra að þú sért ánægð í vinnunni.... það hefur mikið að segja!

Íris, 1.11.2006 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband