Ákvörðun tekin á heimilisfundi um að taka yrði þátt í blogg menningunni

Jæja kæru vinir, þá hefur húsmóðirin sem er á kafi í pappakössum þessa dagana, ákveðið að fara að blogga fyrir alvöru.   Mikil fagnaðaróp brutust út á heimilinu þegar ákvörðunin var tekin....sennilega vegna þess að þá yrði mamma kannski einhverntíman í tölvunniÓákveðinn

Eins og flestir vita þá eru páskarnir að líða og allir vel saddir af ýmsum kræsingum.  Við Helga fórum í Mat í Engjaselið í gær....og eins og við þekkjum öll var ekki að spyrja að veislunni þar.  Snilldar kokkar þar á bæ. Sirrý og Gæi, takk fyrir okkur.   Svo komu litlu englabossarnir mínir heim í dag, en þau hafa verið hjá pabba sínum um páskana.  Þau fengu að sjálfsögðu páskaegg...og ekkert eitt sko.  Enda komu bara hálfir höldupokar af súkkulaði með þeim.  Enda tími súkkulaðisins núna.   Við fórum síðan í bíó, ég og krakkarnir og sáum ísöld 2...veit nú ekki hvor hló meira, ég eða Fanney.  Frábær mynd á ferðinni og mæli hiklaust með henni fyrir alla.   Veisla í Arahólum beið í kvöld og það var sami hátturinn á þar og í gær.....glæsileg veisla hjá ömmu og sér maður kannski hvaðan hún Sirrý hefur þetta.  Fanney er nú í fríi alveg fram á mánudag í næstu viku...veit nú ekki hvað hún ætlar að gera þangað til.....verður sennilega eitthvað flakkað um í bænum með mömmuHlæjandi

 En jæja...ætla nú ekki að klára kvótann á fyrsta bloggi. 

Kveðja,,,,,,Magga


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

go mamma:-)

fanney (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 21:15

2 identicon

go mamma

Fanney (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 21:16

3 identicon

go mamma:-)

Fanney (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband