18.4.2006 | 15:12
Dugnaður
Jæja það var nú gott að sofa út í morgun. Yndislegt veður þegar útsofin augun kíktu út um gluggann. Þá ákváðum við nú að fara gangandi í leikskólann en Patreki fannst nú mikið meira spennandi að fara á hjóli þannig að það var ákveðið. Honum gengur það bara vel. Við Fanney fórum svo og þrifum bílinn, bónuðum og pússuðum. Svo var farið og keyptur ís svona fyrir vel unnin störf. Annars er maður mikið fyrir framan netið núna þessa dagana. Soða auglýsingar um íbúðir og leitað og leitað. Gengur nú hálf hægt en er nú svo róleg að ég er ekki alveg farin að vera með miklar áhyggjur,,,,bara smá. En það reddast eins og allt annað. Svo á að fara að píska Helgu út í niðurpakkningar og yfirferðir á gömlu dóti. Það verður væntanlega mikið hlegið við það hjá okkur systrunum. Alltaf gaman að skoða gamlar myndir og dót. Helga ætlar svo að passa fyrir mig á eftir en ég er prófverkefni hjá vinkonu minni (henni Esther) í naglaásetningu. Hlakka mikið til.
Kveðja í bili, Magga
Athugasemdir
Elsku rassgatið mitt :) Vertu velkomin í bloggheiminn. Heilsur af Holtinu - Edda
www.theg.blogspot.com
Edda (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 17:44
Til lukku með síðuna:) Gaman að þessu...knús af eyrinni Erna
Erna (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 18:10
Ég hlakka nú bara til að pakka, held einmitt að þetta gæti orðið skondið. ;) Knús frá mér, Fanneyju og Patreki. :)
Kv. Helga systir.
Helga (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 19:10
Til hamingju með að vera komin í hópinn.
Kv Íris
Íris (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 21:14
Til hamingju með að vera orðin blogari, nú getum við talað saman.
Íris (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 21:14
sko mína bara dugleg að blogga ég þarf að fara að herða mig í þessu líka kannski að maður ætti bara að skipta um síðu og blogga hér í staðinn fyrir það sem ég er með.. hehe.. sjáumst síðar kv. Helga Björg frænka með meiru ;)
Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2006 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.