25.4.2006 | 10:14
Dugnaður í okkur systrunum:)
Jæja,,,nú erum við Helga búnar að sitja sveittar við tölvuna. Tókum þá ákvörðun að búa okkur til matseðil fyrir viku í einu. Svo á að gera sitt besta til að fara eftir honum. Nú á að taka á mataræðinu og fara að borða vel og reglulega. Þetta var ágætis tilbreyting frá því að sitja endalaust og leita að leiguíbúðum....það fer bara í taugarnar. Við ætlum að kíkja vestur um helgina í smá slökun...ekki það að við séum neitt stressaðar hérna sko. En það er alltaf gott að komast í sveitina. Það er líka langt síðan ég fór síðast og verð að komast til að athuga hvort að eitthvað hafi breyst...hehe. Reyndar þurfum við að vakna snemma á sunnudaginn...úffff...og bruna suður aftur. Erum nefnilega að fara á Ronju ræningjadóttir í Borgarleikhúsinu. Finnst ég nú alltaf vera í leikhúsi þessar vikurnar. Svo á að kíkja á Fullkomið brúðkaup í maí, og langar nú mjög mikið á litlu hryllingsbúðina....en er nú samt að spá í að slaufa því. Takmörk fyrir öllu sko.
Nú fer að styttast í sumarfrí og það byrjar nú mjög vel hjá mér. Landsmót.....Brúðkaup á Akureyri...og svo vonandi beint úr því í útilegu. Gerist ekki betra.
En jæja nú ætla ég að fara að gera tilraun með speltbrauðið hans Eyþórs. Vona bara að ég sé eins góður bakari og hann.
Bæ í bili....Magga morgunhressa
Athugasemdir
gangi þér vel með brauðið ;) alltaf gaman að sjá hvað þið systur eruð duglegar.. knúsaðu Fanney og Patrek frá mér
kv. Helga Björg frænka ;)
Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 16:38
og hvernig gekk með brauðið?
kv. Íris
Íris (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.