hellú

Já við erum sko alveg lifandi hérna á Holtinu.  Bara busy familia skoHalo. hehehe

Annars er bara allt gott hjá okkur hérna.  Fanney var að klára sönglistina á sunnudaginn og gerði það auðvitað með stæl þessi elska mín.  Vá hvað hún var og er æðisleg.  Söng eins og fagmaður og lék ekki síður.  Frábær í alla staði.  Nú langar henni svo að fara í dans líka og hætta í fótboltanum.  Virðist vera að halla sér bara að þessu, söng, dans og leiklist sem er jú bara jákvætt.  Erum að skoða þetta allt saman.  Patrekur er bara sami gaurinn eins og þið vitið.  Stundum erfitt að sitja á sér og opna bara einn glugga á jóladagatalinu, en hann stenst það (ennþá allavega) og það kalla ég nú gott bara.  Hef nú heyrt allskyns sögur af okkur fullorðna sem gátu ekki látið sitja við einn mola í gamla daga, heldur étið allt dagatalið og jafnvel líka systkinanna....taki þeir það bara til sín sem eigaLoL.

Það er klikkað að gera í vinnunni auðvitað.  Allir versla jú föt fyrir jólin.  Svo eru líka miklar mannabreytingar í gangi og það er alltaf smá aukaálag á annað starfsfólk.  En þá er bara spurningin um að sturta bara smá verkjatöflum í sig og brosa út í annað á meðan ekki satt? Tekur allt enda.  En annars gengur bara mjög vel í vinnunni...maður hefði aldrei trúað tölunum sem svona heildsala er að selja fyrir á mánuði, já eða á dag......wáááá.  Maður horfir aðeins öðrum augum á þetta núna.

En jæja ætla að fara aðeins út að reyna að hreyfa mig.....stórkostlegt veður hérna núna....sól og æði.   Rómó veðurGrin

Heyrumst seinna......hilsner....Magga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris

Gott að heyra frá ykkur.  Hehe, já dagatölin.....

Íris, 6.12.2006 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband