29.4.2006 | 16:47
Sveitasælan:)
Það er nú alltaf gott að komast í sveitina. Sef alltaf eins og ungabarn hérna og svo er dekrað við mann við hvert tækifæri. Var nú reyndar eitthvað vakandi fram á nótt....alltaf eitthvað símaspjall. Fórum aðeins í göngutúr í gær...röltum á róló til að "amma" fengi frið til að læra undir próf. Þar gerði Fanney tilraun til að setja mömmu sína á línuskauta fannst svo ráð að taka þá af áður en að stórslys yrði. Í dag var hundleiðinlegt veður og bara legið í sófanum og dottað. Patrekur fékk reyndar að fara á smá rúnt í "afabíl" það er nú alltaf toppurinn á sveitaferðunum. Svo er núna komin þessi líka fína sól og blíða. Enda grillið komið út og kjötið bíður eftir að komast þar á. Svo þurfum við að leggja snemma af stað og fara á Ronju á morgun.
bæ í bili......Magga sveitakona:-)
Athugasemdir
alltaf gott að vera í sveitinni!
kv Íris
Íris (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.