30.4.2006 | 20:06
Mikið að gera í dag
Jæja þá erum við komin aftur í Hafnarfjörðinn. Höfðum það mjög svo gott í Búðardal. Elduðum flottan mat..bökuðum kökur...drukkum bæði bjór og annað.. smíðuðum silfurhringa fyrir okkur...s.s mjög notaleg ferð. Í dag komum við svo heim og skelltum okkur á Ronju ræningjadóttir í Borgarleikhúsinu. Það var mjög gaman. Frábær sýning Mikil tónlist...dansar...flott sviðið og allt flottast sem gat orðið. Patrekur var nú samt smá smeykur svona á köflum. Man helst eftir þegar Skallapétur dó.
Svo hittum við Eyþór, Ernu og Brynju og fórum saman á Ruby tuesday. Það var mjög gaman að hitta þau. Hittumst svo sjaldan þar sem það er nú nokkur hundruð kílómetrar á milli okkar svona dags daglega. Svo bíða núna töskur..og upppakkningar eftir ferðina....þannig að það er víst best að byrja á því.
Kv.. Magga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.