28.12.2006 | 22:14
Gleðileg jól
Jæja vil nú byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og áramóta. Kann nú ekki við annað en að skrifa smá hérna svona til að kveðja árið.
Krakkarnir voru hjá Arnari um jólin og var bara mikið stuð hjá þeim held ég. Að sjálfsögðu komu þau með fullar hendur gjafa þegar þau komu heim og tók það marga klukkutíma að koma dótinu fyrir í gær. Það var skrýtið að skutla þeim til Arnars á þorláksmessu. Fannst ég vera að slíta eitthvað frá mér en hann Ási gerði mér það nú ljóst að ég væri ekki að gefa þau frá mér og það var eins og hann sagði, (takk elskan) áttum æðisleg jól saman. Bara leti og kúr hérna á Holtinu sko. Skruppum svo í Dalina á jóladag, varð nú að sýna honum "the hometown". Sátum og spiluðum fram á kvöld og þá var bara tekin ákvörðun um að gista. Fórum svo í einum rikk á annan í jólum í Keflavík að kíkja á Hólmar og Guðrúnu. Það var mjög notalegt, kakó og kökur auðvitað. Svo er bara þetta venjulega núna, sofið, étið, unnið og sofið meira. Mamma, pabbi og Helga koma á laugardaginn og ætla að fagna áramótunum með okkur. Það verður bara gaman, veisla og aftur veisla!! Vantar bara Munkanna frá Akureyri til að vera með okkur. hummmmmm......en það verður vonandi bara seinna. Skellum okkur bara eitthvað saman í sumar....ekki satt munks??
En jæja er að hugsa um að biðja ykkur öll um að fara varlega um áramótin og njóta þess að vera til.
Kveðja Magga Holtabúi
Athugasemdir
Gleðilegt ár!
Íris, 29.12.2006 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.