1.5.2006 | 23:00
Frábær dagur:)
Til hamingju með daginn. Þeir sem eiga hann Við fórum nú bara í okkar eigin kröfugöngu í dag niður á Víðstaðatún. Við Helga löbbuðum...Fanney og Elva vinkona hennar fóru á línuskautum og Patrekur hjólaði. Tókum bara með okkur nesti og skemmtum okkur vel í aparólunni og á víkingasvæðinu. Svo varð nú skyndilega kalt þarna þannig að við ákváðum að drífa okkur heim og þá voru nú fætur Patreks orðnir hálf þreyttir þannig að það lenti á Helgu að bera hann á háhest alla leiðina heim. En þar sem að hún er nú svo mikið tól...þá gekk það að sjálfsögðu bara vel.
Kíktum á íbúðina okkar í dag fengum sem sagt lyklana í dag. Öllum líst bara vel á og hlakkar okkur bara til að byrja að flytja. Þarna er rólegt hverfi og flott útsýni...það finnst mér mesti kosturinn. Þrái bara að sjá út. Sennilega eitthvað sem ég tek með mér úr sveitinni.
Við Helga skelltum okkur svo í bíó núna í kvöld. Fórum á mynd sem heitir Prime og er bara mjög góð. Ákváðum að leyfa okkur að fara í lúxus salinn. Það er geggjað. Verst að nú vill maður helst ekkert annað. Þarna liggur maður með tærnar upp í loft og fullt af plássi og þannig.....bara lúxus.
Kv í bili...Magga
Athugasemdir
það er bara lúxus á ykkur systrum hehe en það er alltaf gaman ;) hey nú verð ég að fara að koma í heimsókn og skoða íbúðina hjá ykkur það er að segja þessa nýju.. sjáumst síðar kveðja Helga Björg
p.s. þetta er hræðileg mynd sem birtist á mbl.is hehehe
Helga Björg Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 10:01
góður dagur heyri ég og víst systa þín er svona mikið tól verður ekki mikið mál að bera allt í fluttningunum;)
Íris Hjaltested (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 12:43
Til hamingju með íbúðina, takk fyrir innlitið á Dipplurnar,
Svo sé ég að mín er bara orðin dugleg að blogga : )
kv
Fríða
Fríða Egilsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.