For satan (eins og danir segja)

Fari það í bölvað........ekkert smá súrt tap í kvöld.  Fannst nú skárra að tapa á móti þjóðverjum sko.....en ekki DÖNUM!!! en jæja er of súr til að blogga meira.

 Holtamaurinn


Fréttaflutningur

Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég er smá súr út í Rúv núna (svona meira en venjulega).  Hvernig fréttamennska er það að skoða einungis eina hlið máls sem farið er með í fréttum? Er ekki rétt að skoða allar hliðar málsins, tala við aðila beggja vegna borðsins og gefa þar með fólki sem hlustar á, kost á að mynda sér skoðun? Í staðinn fyrir að vera með heilaþvott og rangfærslur í fréttum?

Það sem ég er að tala um núna er þetta mál með fréttaflutning Rúv á lifrabólgutilfellum og Herbalife.  Kannski ekki hlutlaus í þessu máli en finnst þetta ekki eiga rétt á sér.  Hefur td ekki komið fram að Rúv neitaði að tala við forsvarsmenn Herbalife erlendis.....hafa ekki gefið forsvarsmönnum Herbalife kost á að koma fram og svara fyrir þetta.....neiiiiii einhvernveginn hljómar þetta fyrir mér eins og dómur en ekki frétt...  Í lok skýrslu viðkomandi læknis sem er í þessu tilfelli að dæma Herbalife, þakkar hann þeim fyrirtækjum sem styrktu hann í þessari "rannsókn" sem nota bene gaf engar niðurstöður.  Þessi fyrirtæki eru flest öll lyfjafyrirtæki á landinu...ætla ekki að nefna þau neitt hérna.  Svo má líka nefna að þessi læknir var eitt sinn mjög náinn Herbalife......hvað gerðist....?   Fátt um svör þegar stórt er spurt......

Spurning um að fá bara Kompás í málið.......?????


Sumarbústaður

Jæja þá er kominn sunnudagur og frábær helgi að baki.  Skelltum okkur í bústað í Ölfusborgum yfir helgina.  Buðum Katrínu okkar (teljum okkur alltaf eiga aðeins í henni sko) að koma með okkur.  Það var stanslaust stuð frá föstudegi fram til kl 19 í kvöld.  Höfðum bara kosy kvöld þegar við komum austur.  Fórum bara nokkuð snemma að sofa og sváfum bara vel.  Svo var  farið út í gær og vorum við úti frá kl 11 til kl 16.  Frábært veður og bara æði.  Ási og krakkarnir byggðu þetta líka flotta virki....snjóhús eða bara listaverk.  (sjá myndir) Hituðum kakó og drukkum úti á palli....héldum svo aðeins áfram...stelpurnar urðu að skella sér í pottinn til að bræða klakann af hárinu og tánumWink  Bara gaman.  Svo dóluðum við okkur í bæinn í dag, fórum á Style-inn og svo þegar við komum heim gátum við ekki setið á okkur að fara út að renna.  Svo æðislegt veður.  Löbbuðum hérna upp á holt og renndum okkur heilan helling.  Svo endaði gleðin þegar einhverjir ósvífnir vélsleðamenn komu og tættu allt í brekkunum í sundur og spændu þarna á milli allra barnanna fram og til baka, voru svo að bjóða þeim far og fleira.  Okkur fannst þetta langt frá því að vera sniðugt.  Þannig að við létum okkur bara hverfa.  Allir orðnir líka hálf dasaðir eftir helgina. 

Núna er hún Helga komin með íbúð uppi í Breiðholti.  Flutti þangað bara núna um helgina.  Til hamingju með íbúðina Helga mín.  Eigum nú eftir að sakna þín hérna úr kotinu.  En svona er lífið, það heldur áfram og ég veit að henni á eftir að líða vel þarna.  Flott íbúð á flottum stað líka.  Stutt að kíkja til ömmu (bara rétt yfir götuna).  Öfunda hana heilan helling af útsýninu þarna.....úfffff það er æðislegt.  Annað en hérna hjá okkur, bara rétt yfir Vellina og álverið......nei nei það er ágætt. Sjáum alveg vel út í sveitina.

Jæja best að fara að rífa upp úr töskunum og gera klárt fyrir morgundaginn.

Hilsner, Maggan


úfff

Jæja þá er loksins vörutalning hjá Rún lokið!!!! úfffff ekkert smá.   Fleiri þúsund vöruflokkar út um allt hús...uppi undir lofti og niður við gólf....telja hvert einasta sokkapar takk fyrir.  Kommon...10 sokkar til eða fráWink Nei nei, þetta er nauðsynlegt og það var bara stemning í húsinu.  Allir kátir og glaðir eftir jólin, svo ef að maður taldi upphátt (svona til að ruglast síður) þá var kallað: "bannað að telja upphátt þegar maður er að telja!!!!" hehehe bara gaman. 

En já hún Fanney er bara ennþá í Búðardal.  Henni líður alltaf svo vel þar.  Skrapp í Hallkelsstaðahlíð í gær með Sædísi, Kristínu og Óla.  Kíkja á hestana.  Fannst það bara mjög gaman.  Fór svo með ömmu sinni í vinnuna í morgun til að kíkja á gamla fókið á Silfurtúni.  Svo er bara að koma henni suður fyrir helgina.  Hún vill nú helst vera þarna fram á sunnudag.....

 


Árið 2007

Jæja gleðilegt ár allir saman þarna úti.  Hérna á Holtinu var mikið um sprengjur á miðnætti.  Það er eins og sagan segir.....maður má ekki sleppa karlpeningnum einum á flugeldasölurnar.   hehehe jú jú þetta vara bara frábært og æðislega gaman hjá okkur hérna.  Mamma, pabbi og Helga voru hjá okkur og svo auðvitað hann Hómer.  Elduðum flottan mat, Ási og krakkarnir skreyttu líka þessa flottu áramótatertu,  borðuðum á okkur gat yfir reyndar frekar slöppu skaupi, eða hvað fannst ykkur?  Nokkrir ágætir punktar en samt.......kannski við bara húmorslaus hérnaCrying  Fanney fór vestur með afa og ömmu í dag.  Ætlar að ná sér í smá orku úr sveitinni áður en að skólinn byrjar aftur. Hún nýtur sín svo vel í skúrnum að smíða og föndra.  Við Ási og Patrekur skruppum í Keflavík í kaffi og þar hitti Patrekur frændur hans Ása og þeir léku í bíló allan tímannSmile mjög góðir gæjar allir saman.

En jæja svo  er það stóra spurningin hvort að maður ætlar að fylgja öllum áramótaheitunum sem maður er búin að setja sér, svona með sjálfum sér.   Það kemur allt í ljós seinna...ætla nú ekkert að vera að flagga þeim núna svona ef ég skildi klikka á þeim, þá getið þið ekki baunað á mig.

Endilega kíkið líka á áramótamyndir

kveðja Magga Holtó


Gleðileg jól

Jæja vil nú byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og áramóta.  Kann nú ekki við annað en að skrifa smá hérna svona til að kveðja árið. 

Krakkarnir voru hjá Arnari um jólin og var bara mikið stuð hjá þeim held ég.  Að sjálfsögðu komu þau með fullar hendur gjafa þegar þau komu heim og tók það marga klukkutíma að koma dótinu fyrir í gær.  Það var skrýtið að skutla þeim til Arnars á þorláksmessu.  Fannst ég vera að slíta eitthvað frá mér en hann Ási gerði mér það nú ljóst að ég væri ekki að gefa þau frá mérLoL og það var eins og hann sagði, (takk elskan) áttum æðisleg jól saman.  Bara leti og kúr hérna á Holtinu sko.  Skruppum svo í Dalina á jóladag, varð nú að sýna honum "the hometown".  Sátum og spiluðum fram á kvöld og þá var bara tekin ákvörðun um að gista.  Fórum svo í einum rikk á annan í jólum í Keflavík að kíkja á Hólmar og Guðrúnu.  Það var mjög notalegt, kakó og kökur auðvitað.  Svo er bara þetta venjulega núna, sofið, étið, unnið og sofið meira.  Mamma, pabbi og Helga koma á laugardaginn og ætla að fagna áramótunum með okkur.  Það verður bara gaman, veisla og aftur veisla!! Vantar bara Munkanna frá Akureyri til að vera með okkur. hummmmmm......en það verður vonandi bara seinna.  Skellum okkur bara eitthvað saman í sumar....ekki satt munks?? 

En jæja er að hugsa um að biðja ykkur öll um að fara varlega um áramótin og njóta þess að vera til.

Kveðja Magga Holtabúi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband