15.10.2006 | 19:44
snillin hún mamma
Haldiði að hún mamma hafi ekki bara hrist eins og eina lobbu fram úr erminni fyrir hann Patrek?? og víst önnur á Fanneyju í vinnslu. Takk æðislega mamma (amma).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2006 | 19:29
JÆJA
Jæja þá er ég búin að upplifa nýja IKEA og það var nú bara snilld....leið eiginlega eins og ég væri komin til útlanda þegar ég stóð upp úr bílnum. En þetta er frábær verslun þarna og eiga þeir hrós skilið. Ekki spurning. Frábærar uppstillingar á heilu íbúðunum og maður fær fullt af skemmtilegum hugmyndum. Svo er líka sænska búðin alger snilld....þar er hægt að kaupa fullt af sænskum mat og þannig. Bara sniðugt.
En það færðist nú smá bros yfir andlit krakkanna þegar við röltum inn í Rúmfatalagerinn í dag. Allt orðið fullt af jóladóti í hillum. Finnst nú full snemmt að kaupa jólaskraut en þarna voru margir með fullar körfur af dóti, kannski styttra til jólanna en maður heldur. Þetta líður allt svo hratt....komið vor áður en maður veit af.
en jæja langaði nú eiginlega bara til að tjá mig um IKEA hérna.....látið nú endilega sjá ykkur hérna eða bara í café hérna....það er nú ekki eins og maður búi erlendis....
hilsner Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2006 | 21:51
Heilsufundur númer 2
Jæja þá er heilsufundur númer 2 búinn og kom mín líka svona glöð þaðan:) Gaman þegar vel gengur:)
Annars allt við það sama hérna á Holtinu. Haustið farið að gera vart við sig....rigning og smá hrollur í manni. En ætla nú ekkert að vera að væla þar sem að snjór kíkti við sumstaðar:) Er að hugsa um að kíkja kannski bara á Esjuna um helgina ef það verður gott veður. Hef aldrei farið þangað og er farið að langa til að kíkja. Annars verður þessi helgi notaleg og róleg:) Segi frá því seinna. Við systurnar erum búnar að bíða lengi eftir morgundeginum.....nýja IKEA opnar!!!!! ohhh verður gaman hjá okkur....styttra að fara og svona stór IKEA....gerist ekki betra.
Helga Björg gerði sér lítið til og skrapp hingað í höfuðborgina í heimsókn....ætlum að borða saman á morgun. Hlakka til að hitta hana almennilega .... hún er alltaf á hlaupum sko þegar hún er hérna....hummmmmm...
En jæja....hef nú eiginlega ekkert að segja.....þar til næst.....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2006 | 19:53
Varð að segja frá þessum:)
Verð bara að segja ykkur þennan.......
Hjón skelltu sér í sumarbústað við Þingvallavatn. Manninum þótti gaman af veiði en konan kaus frekar að liggja með góða bók. Einn daginn kom maðurinn heim í bústað eftir nokkuð langa veiði í vatninu. Var þreyttur og ákvað að leggja sig. Konan ákvað þá að skella sér aðeins á bátnum út á vatnið. Réri vel út og henti akkerum þar, lagðist út af í bátnum og las bók. Þegar hún hafði legið þar í nokkra stund, kom veiðivörður á bát til hennar. "Heyrðu kona góð, hvað ert þú að gera hérna?" segir vörðurinn. Konan kíkir á hann og segir: "Nú ég er að lesa bók" og hugsaði með sér hvort að það væri ekki augljóst. "Þú ert á vernduðu veiðisvæði hérna á vatninu" segir vörðurinn. "Já en ég er ekki að veiða." skýrir konan þá út fyrir honum. "Þú ert með allar græjur í bátnum til þess, og hvað veit ég nema þú byrjir á því á hverri stundu. Þú verður að koma með mér í land, ég þarf að taka niður skýrslu af þessu," segir vörðurinn þá. Konan hugsar sig vel um og segir svo: "Ef þú gerir það, þá kæri ég þig fyrir nauðgun!" " Já en ég hef ekki snert þig kona góð," segir hann hálf glottandi. Þá gall í konunni: "Þú hefur nú allar græjur til þess, og hvað veit ég nema þú byrjir á því á hverri stundu." Veiðivörðurinn sneri við á bátnum og réri í land.
Segir okkur nokkuð, um okkur konurnar, túlki það hver eins og hann vill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2006 | 12:45
Allt á hvolf:)
Jæja þá er maður að verða vitlaus hérna. Varð eitthvað þreytt á draslinu hjá okkur hérna og fékk þá hugmynd að snúa öllu við og breyta og breyta. Hugmyndin gekk ekki alveg eftir eftir mælingar og pælingar. En eitthvað varð að gera til að ég fengi ekki nóg af þessu hérna.....þannig að allt fór á fullt snúa hillum, borðum, skápum. Setja upp hillur og læti. Þannig að nú vonum við að þetta verði inni hjá mér í smá tíma:) Við Patrekur erum heima í dag sökum veikinda.....og hann er búinn að vera að hjálpa mér við að skúra hérna.....og vá ekkert smá efnilegur. Fanney var líka mjög dugleg að hjálpa mér í gær. Þreif eldhúsið og hjálpaði mér með að snúa og stilla......Reyna að ala upp í þeim heimilisstörfin:)
Fór í gær á fund hérna í næstu götu með Halldóru Skúla og Erlu Sig Herbalife snillingum:) Erum að setja af stað heilsuhóp sem ég ætla sjálf að vera í. Rosa aðhald og átak hjá þeim. Er svo að hugsa um að koma af stað sjálf svona hóp þegar ég hef klárað þetta, þá veit ég aðeins hvernig þetta virkar. Erum með smá keppni svona innan hópsins og svo verður hópurinn skráður í landskeppni. Þetta er rosalega hvetjandi. Við hittumst einu sinni í viku og þá er mælt og vigtað og spjallað um allt milli himins og jarðar. Mjög svo gaman:) Settum okkur ákveðin markmið og áttum svo að ákveða hvað við vildum gefa sjálfum okkur í verðlaun ef að við næðum okkar markmiðum á tilsettum tíma. Maggan skrifaði að hún ætlaði að fara í dekur-helgarferð til Köben:) Þannig að ef að einhver vill, setja sér markmið, og standast það með mér.......komdu þá með til Köben:)
En jæja ætla að fara að læra...nota tækifærið á meðan ég er heima
þar til síðar, Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 21:07
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)