Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2006 | 15:12
Dugnaður
Jæja það var nú gott að sofa út í morgun. Yndislegt veður þegar útsofin augun kíktu út um gluggann. Þá ákváðum við nú að fara gangandi í leikskólann en Patreki fannst nú mikið meira spennandi að fara á hjóli þannig að það var ákveðið. Honum gengur það bara vel. Við Fanney fórum svo og þrifum bílinn, bónuðum og pússuðum. Svo var farið og keyptur ís svona fyrir vel unnin störf. Annars er maður mikið fyrir framan netið núna þessa dagana. Soða auglýsingar um íbúðir og leitað og leitað. Gengur nú hálf hægt en er nú svo róleg að ég er ekki alveg farin að vera með miklar áhyggjur,,,,bara smá. En það reddast eins og allt annað. Svo á að fara að píska Helgu út í niðurpakkningar og yfirferðir á gömlu dóti. Það verður væntanlega mikið hlegið við það hjá okkur systrunum. Alltaf gaman að skoða gamlar myndir og dót. Helga ætlar svo að passa fyrir mig á eftir en ég er prófverkefni hjá vinkonu minni (henni Esther) í naglaásetningu. Hlakka mikið til.
Kveðja í bili, Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2006 | 23:56
Ákvörðun tekin á heimilisfundi um að taka yrði þátt í blogg menningunni
Jæja kæru vinir, þá hefur húsmóðirin sem er á kafi í pappakössum þessa dagana, ákveðið að fara að blogga fyrir alvöru. Mikil fagnaðaróp brutust út á heimilinu þegar ákvörðunin var tekin....sennilega vegna þess að þá yrði mamma kannski einhverntíman í tölvunni
Eins og flestir vita þá eru páskarnir að líða og allir vel saddir af ýmsum kræsingum. Við Helga fórum í Mat í Engjaselið í gær....og eins og við þekkjum öll var ekki að spyrja að veislunni þar. Snilldar kokkar þar á bæ. Sirrý og Gæi, takk fyrir okkur. Svo komu litlu englabossarnir mínir heim í dag, en þau hafa verið hjá pabba sínum um páskana. Þau fengu að sjálfsögðu páskaegg...og ekkert eitt sko. Enda komu bara hálfir höldupokar af súkkulaði með þeim. Enda tími súkkulaðisins núna. Við fórum síðan í bíó, ég og krakkarnir og sáum ísöld 2...veit nú ekki hvor hló meira, ég eða Fanney. Frábær mynd á ferðinni og mæli hiklaust með henni fyrir alla. Veisla í Arahólum beið í kvöld og það var sami hátturinn á þar og í gær.....glæsileg veisla hjá ömmu og sér maður kannski hvaðan hún Sirrý hefur þetta. Fanney er nú í fríi alveg fram á mánudag í næstu viku...veit nú ekki hvað hún ætlar að gera þangað til.....verður sennilega eitthvað flakkað um í bænum með mömmu
En jæja...ætla nú ekki að klára kvótann á fyrsta bloggi.
Kveðja,,,,,,Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)