Færsluflokkur: Bloggar
30.4.2006 | 20:06
Mikið að gera í dag
Jæja þá erum við komin aftur í Hafnarfjörðinn. Höfðum það mjög svo gott í Búðardal. Elduðum flottan mat..bökuðum kökur...drukkum bæði bjór og annað.. smíðuðum silfurhringa fyrir okkur...s.s mjög notaleg ferð. Í dag komum við svo heim og skelltum okkur á Ronju ræningjadóttir í Borgarleikhúsinu. Það var mjög gaman. Frábær sýning Mikil tónlist...dansar...flott sviðið og allt flottast sem gat orðið. Patrekur var nú samt smá smeykur svona á köflum. Man helst eftir þegar Skallapétur dó.
Svo hittum við Eyþór, Ernu og Brynju og fórum saman á Ruby tuesday. Það var mjög gaman að hitta þau. Hittumst svo sjaldan þar sem það er nú nokkur hundruð kílómetrar á milli okkar svona dags daglega. Svo bíða núna töskur..og upppakkningar eftir ferðina....þannig að það er víst best að byrja á því.
Kv.. Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2006 | 16:47
Sveitasælan:)
Það er nú alltaf gott að komast í sveitina. Sef alltaf eins og ungabarn hérna og svo er dekrað við mann við hvert tækifæri. Var nú reyndar eitthvað vakandi fram á nótt....alltaf eitthvað símaspjall. Fórum aðeins í göngutúr í gær...röltum á róló til að "amma" fengi frið til að læra undir próf. Þar gerði Fanney tilraun til að setja mömmu sína á línuskauta fannst svo ráð að taka þá af áður en að stórslys yrði. Í dag var hundleiðinlegt veður og bara legið í sófanum og dottað. Patrekur fékk reyndar að fara á smá rúnt í "afabíl" það er nú alltaf toppurinn á sveitaferðunum. Svo er núna komin þessi líka fína sól og blíða. Enda grillið komið út og kjötið bíður eftir að komast þar á. Svo þurfum við að leggja snemma af stað og fara á Ronju á morgun.
bæ í bili......Magga sveitakona:-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2006 | 22:31
Skreppa í sveitina:-)
Þá liggur leiðin í Búðardalinn á morgun. Gott að komast aðeins úr bænum og liggja í pottinum....kannski fá sér einn bjór eða bara vatn. Krakkarnir sofna varla fyrir spenningi. Þeim hlakkar alltaf til að komast þangað. Svo varð nú smá spennufall hjá okkur hérna þegar við vorum búin að negla þetta með íbúðina. Best að fara úr bænum til að fara ekki á eitthvað visa flipp..hehe nei nei ekkert þannig.
Svo ætlum við að byrja bara að flytja í næstu viku. Bara að fara með kassa í rólegheitunum og nota tímann. Reyndar vorum við að tala um að drífa okkur bara í þessu og losa og ganga frá hér. Þá getum við farið að koma okkur fyrir þarna.
hils hils...Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 09:34
jibbbbbýýý
Jæja þá er hægt að fara að anda rólega!! fengum nefnilega loksins íbúð. Fáum hana afhenta strax eftir helgi þannig að við getum bara farið að týna dót í rólegheitunum þangað. Þetta er mikill léttir.. vorum orðin svolítið stressuð hérna í kotinu.
En jæja...vildi bara segja ykkur öllum...
kv Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2006 | 01:44
ummmm
Já sko þetta speltbrauð hans Eyþórs er nú alger snilld. Nú verður ekkert annað á boðstólnum. Sem sagt...speltbrauð með philadelfia smurosti og kannski tómötum eða skinku.....gerist vart betra.
Annars er nú bara allt gott hjá okkur eins og vanalega. Alltaf sama næturbröltið á manni samt. Það getur orðið erfitt að vakna á morgnanna þegar þetta er svona. En það er alltaf eitthvað spennandi að gerast.
Jæja nú skal fara að sofa....kveðja í bili....Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2006 | 10:14
Dugnaður í okkur systrunum:)
Jæja,,,nú erum við Helga búnar að sitja sveittar við tölvuna. Tókum þá ákvörðun að búa okkur til matseðil fyrir viku í einu. Svo á að gera sitt besta til að fara eftir honum. Nú á að taka á mataræðinu og fara að borða vel og reglulega. Þetta var ágætis tilbreyting frá því að sitja endalaust og leita að leiguíbúðum....það fer bara í taugarnar. Við ætlum að kíkja vestur um helgina í smá slökun...ekki það að við séum neitt stressaðar hérna sko. En það er alltaf gott að komast í sveitina. Það er líka langt síðan ég fór síðast og verð að komast til að athuga hvort að eitthvað hafi breyst...hehe. Reyndar þurfum við að vakna snemma á sunnudaginn...úffff...og bruna suður aftur. Erum nefnilega að fara á Ronju ræningjadóttir í Borgarleikhúsinu. Finnst ég nú alltaf vera í leikhúsi þessar vikurnar. Svo á að kíkja á Fullkomið brúðkaup í maí, og langar nú mjög mikið á litlu hryllingsbúðina....en er nú samt að spá í að slaufa því. Takmörk fyrir öllu sko.
Nú fer að styttast í sumarfrí og það byrjar nú mjög vel hjá mér. Landsmót.....Brúðkaup á Akureyri...og svo vonandi beint úr því í útilegu. Gerist ekki betra.
En jæja nú ætla ég að fara að gera tilraun með speltbrauðið hans Eyþórs. Vona bara að ég sé eins góður bakari og hann.
Bæ í bili....Magga morgunhressa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2006 | 14:20
Alltaf gott að borða
Jæja þá er loksins hægt að standa upp ánægður frá formúlunni . Annars er nú smá þreyta í gangi núna....skil ekkert afhverju. Annars hefur maður það bara notalegt núna í sófanum enda hundleiðinlegt veður núna og ekkert betra en að kúra. Krakkarnir eru hjá pabba sínum og eru þau að fara í fermingu hjá Önnu Ragnheiði. Helga kemur í dag frá Akureyri...hlakka mikið til þess. Við erum loksins að fá að vera saman eftir að hafa búið á sitthvorum landshlutanum lengi.
Jæja ætla að halda áfram að kúra...kv..Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2006 | 03:17
ummmm pizza:)
Jæja ef maður er ekki ruglaður núna. Klukkan 3 um nóttu og sit og ét pizzu......spurning hvað er heilbrigt sko Annars er ferðinni heitið í bæinn á morgun, smá verslunarferð. Komst að því að börnin stækka en brókin ekki. Allir skór og allt að verða lítið á krílin. Þannig að það skal koma heim með poka.
Jæja...ætla bara held ég að fara í háttinn....kannski kominn tími á það
Kv. Magga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2006 | 13:28
Hvað er þetta með veðrið??
Skil nú ekki alveg þetta veður hérna. Hélt að við værum búin að semja um að það yrði gott hér eftir?? Ekki aldeilis!!
Annars allt gott hjá okkur hér innan um kassana. Fórum og skoðuðum íbúð í kópavogi í gær..alveg ágætis íbúð og fáum að vita í kvöld hvort að við fáum hana eða ekki. Við Helga vorum að pakka aðeins í gærkvöldi og það gekk bara vel....svo komu reyndar litlir puttar til að hjálpa okkur. Þá ákváðum við að taka pásu. Helga er að fara norður í dag...krakkarnir til Arnars og ég bara......sennilega tek pökkunarkast. Annars er hún Lína vinkona að koma á morgun í svona konufrí. Það verður gaman hjá okkur. Ætlum eitthvað út og svo bara að vera saman og njóta þess. Þurfum sennilega að sofa út á sunnudaginn, finnst það líklegt.
En núna liggur leiðin á flugvöllinn með Helgu... Kveðja úr rokinu og rigningunni,,Magga og co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 17:08
Gleðilegt sumar.
Gleðilegt sumar kæru vinir.
Dagurinn var nú rólegur hjá okkur en mjög skemmtilegur. Við fórum niður á Thorsplan í Hafnarfirði og hlustuðum þar á ýmis skemmtiatriði. Td voru skátar,,leikskólabörn,,Flensborgarkórinn með Hrafnildi Blomsterberg og svo að sjálfsögðu Snorri Idol. Það var nú aðaltilgangur ferðarinnar. Hann er stórkostlegur söngvari. Lítið annað um hann að segja en það.
Svo skelltum við okkur á kaffihús og fengum okkur snarl. Núna bíður grillið og skal grillað svínakjöt með alles.
Kveðja Magga og fylgifiskar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)